Fara í innihald

Nihon Hidankyo

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Nihon Hidankyō
日本被団協
Stofnun8. október 1956; fyrir 68 árum (1956-10-08)
GerðÓháð samtök, mannréttindasamtök
MarkmiðAfnám kjarnavopna
HöfuðstöðvarFáni Japan Shibadaimon, Minato, Tókýó
FormaðurSueichi Kido
Vefsíðane.jp/asahi/hidankyo/nihon
VerðlaunFriðarverðlaun Nóbels (2024)

Nihon gensuibaku higaisha dantai kyōgi-kai (japanska: 日本原水爆被害者団体協議会), gjarnan stytt í Nihon Hidankyō (japanska: 日本被団協), eða í lauslegri þýðingu Japanssamband samtaka eftirlifenda atóm- og vetnissprengja, eru samtök sem stofnuð voru árið 1956 af fólki sem lifði af kjarnorkuárásirnar á Hiroshima og Nagasaki (hibakusha) í þeim tilgangi að þrýsta á japönsk stjórnvöld að bæta stuðning við fórnarlömbin og hvetja erlendar ríkisstjórnir að leggja niður kjarnavopn.[1]

Samtökin hafa meðal annars safnað saman þúsundum vitnisburða, gefið út ályktanir og áköll og sent árlegar sendinefndir til ýmissa alþjóðastofnana, þar á meðal Sameinuðu þjóðanna, til að hvetja til afnáms kjarnavopna.[2]

Samtökin hlutu friðarverðlaun Nóbels árið 2024 fyrir „baráttu sína fyrir kjarnorkuvopnalausum heimi og fyrir að sýna með eigin vitnisburði hvers vegna aldrei megi beita kjarnavopnum aftur“.[2][3]

Nihon Hidankyo eru landssamtök sem stofnuð voru af hópum fólks sem lifði af kjarnorkuárásirnar á Hiroshima og Nagasaki í hverju héraði Japans, sem kallað er hibakusha á japönsku.[4] Sprenging Castle Bravo-vetnissprengjunnar, sem Bandaríkjamenn sprengdu í tilraunaskyni á Bikini-hringrifinu árið 1954, olli alvarlegum geislunarheilkennum á íbúum hringrifanna í grenndinni og á 23 skipverjum á japanska veiðiskipinu Daigo Fukuryū Maru. Þetta leiddi til stofnunar Japanska ráðsins gegn atóm- og vetnissprengjum í Hiroshima næsta ár.[5] Fólk sem hafði lifað af kjarnorkuárásirnar stofnaði í kjölfarið samtökin Nihon Hidankyo með stuðningi hreyfingarinnar á öðru ársþingi ráðsins í Nagasaki.[6] Samheldni hreyfingarinnar var hins vegar hætt komin þegar ráðið tók virkan þátt í mótmælum gegn öryggissáttmála Japans og Bandaríkjanna ásamt japanska Sósíalistaflokknum árið 1959.[7] Margir stuðningsmenn sögðu sig úr ráðinu og stofnuðu ný samtök með stuðningi Frjálslynda lýðræðisflokksins. Þessi nýju samtök voru leidd af Masatoshi Matsushita, leiðtoga hins andkommúníska Lýðræðislega sósíalistaflokks.[8] Þegar Sovétríkin hófu kjarnorkutilraunir á ný árið 1961 neitaði kommúnistaarmur ráðsins að fordæma þær, sem skapaði mikla spennu innan samtakanna.[9] Þetta leiddi til frekari klofnings innan hreyfingarinnar þar sem hópur tengdur Sósíalistaflokknum stofnaði nýtt ráð sem fordæmdi allar kjarnorkutilraunir án tillits til þess hvaða ríki gerði þær.[10] Flokkadrættir innan hreyfingarinnar gegn kjarnavopnum leiddu jafnframt til þess að klofningar urðu milli eftirlifenda kjarnorkuárásanna í tilteknum landshlutum, til dæmis í Hiroshima, þar sem samnefnd ráð urðu til sem hvert um sig nutu stuðnings sósíalista og kommúnista.[4] Landssamtökin sjálf ákváðu að tengja sig ekki við neinar stjórnmálahreyfingar árið 1965, eftir að hreyfingin hafði orðið æ flokkspólitískari.[4]

Í dag fæst Nihon Hidankyo meðal annars við eftirfarandi starfsemi:[11]

  • Áköll eftir afnámi kjarnavopna og kröfur um bætur frá hinu opinbera,
  • Bænaskrár til japönsku ríkisstjórnarinnar, Sameinuðu þjóðanna og erlendra stjórna,
  • Förgun kjarnorkuvopna, stofnun alþjóðasáttmála um afkjarnavopnun, skipulagningu alþjóðlegra ráðstefna, setningu laga gegn kjarnorku og eflingu á hjálp við eftirlifendur árásanna,
  • Vitundarvakningu um veruleika kjarnorkuárásanna bæði innanlands og á alþjóðavettvangi,
  • Rannsóknir, útgáfu, sýningar og samkomur um tjón kjarnorkusprengja,
  • Ráðgjöf og stuðning fyrir eftirlifendur sprengjuárásanna.

Núverandi meðlimir[12]

[breyta | breyta frumkóða]

Meðformenn:

[breyta | breyta frumkóða]
  • Terumi Tanaka: Varð fyrir geislun 3,2 km frá miðju sprengingarinnar í Nagasaki þegar hann var 13 ára; tók við embætti þann 14. júní 2017[13]
  • Shigemitsu Tanaka: Varð fyrir geislun 6 km frá miðju sprengingarinnar í Nagasaki þegar hann var 4 ára;[14] tók við embætti þann 14. júní 2018[15]
  • Toshiyuki Mimaki: Varð fyrir geislun á heimili sínu í Hiroshima þegar hann var 3 ára;[16] tók við embætti þann 9. júní 2022[17]

Aðalritari:

[breyta | breyta frumkóða]
  • Sueichi Kido: Varð fyrir geislun í Nagasaki þegar hann var 5 ára; tók við embætti þann 7. júní 2017[18]

Fyrrum meðlimir

[breyta | breyta frumkóða]
  • Sumiteru Taniguchi: Slasaðist illa 1,8 km frá miðju sprengingarinnar í Nagasaki þegar hann var 16 ára; meðformaður samtakanna til dauðadags 20. ágúst 2017[19]
  • Sunao Tsuboi: Slasaðist illa 1,5 km frá miðju sprengingarinnar í Hiroshima þegar hann var 20 ára; meðformaður samtakanna til dauðadags 24. október 2021[20]
  • Mikiso Iwasa: Slasaðist illa 1,2 km frá miðju sprengingarinnar í Hiroshima þegar hann var 16 ára; meðformaður samtakanna til dauðadags 7. september 2020.[21]

Viðurkenningar

[breyta | breyta frumkóða]

Áður en Nihon Hidankyo unnu friðarverðlaun Nóbels árið 2024 höfðu þau verið tilnefnd árin 1985, 1994 og 2015 af Alþjóðafriðarskrifstofunni í Sviss.[24]

Tilvísanir

[breyta | breyta frumkóða]
  1. „Welcome to HIDANKYO“. Japan Confederation of A- and H-Bomb Sufferers Organization (Nihon Hidankyo) website. Sótt 31. ágúst 2007.
  2. 2,0 2,1 2,2 „The Nobel Peace Prize 2024 - Press release“. NobelPrize.org (bandarísk enska). 11. október 2024. Sótt 11. október 2024.
  3. „Nobel Peace Prize awarded to the Japanese organisation Nihon Hidankyo of survivors of the World War II atomic bombings“. telegraphindia.
  4. 4,0 4,1 4,2 „被団協機能不全に 「はっちゃん」の努力 原爆を背負って(42)“. 西日本新聞me (japanska). Sótt 11. október 2024.
  5. „ヒロシマの記録1955 9月“. 中国新聞ヒロシマ平和メディアセンター (japanska). Sótt 11. október 2024.
  6. „日本被団協“. www.ne.jp. Sótt 11. október 2024.
  7. „ヒロシマの記録1959 3月“. 中国新聞ヒロシマ平和メディアセンター (japanska). Sótt 11. október 2024.
  8. „ヒロシマの記録1961 11月“. 中国新聞ヒロシマ平和メディアセンター (japanska). Sótt 11. október 2024.
  9. „ヒロシマの記録1961 9月“. 中国新聞ヒロシマ平和メディアセンター (japanska). Sótt 11. október 2024.
  10. peace-forum20 (1. maí 2020). „原水禁とは - 原水禁“. 原水禁 - 核と人類は共存できない. Sótt 11. október 2024.
  11. „日本被団協“. www.ne.jp. Sótt 11. október 2024.
  12. „welcome to HIDANKYO in Japanese“. www.ne.jp. Sótt 11. október 2024.
  13. 長崎新聞 (15. júní 2018). „被団協 代表委員に田中重光氏 総会で選出 故谷口氏の後任 | 長崎新聞“. 長崎新聞 (japanska). Sótt 11. október 2024.
  14. „長崎の声 - 広島・長崎の記憶~被爆者からのメッセージ - 朝日新聞社“. www.asahi.com. Sótt 11. október 2024.
  15. 長崎新聞 (15. júní 2018). „被団協 代表委員に田中重光氏 総会で選出 故谷口氏の後任 | 長崎新聞“. 長崎新聞 (japanska). Sótt 11. október 2024.
  16. „広島の声 - 広島・長崎の記憶~被爆者からのメッセージ - 朝日新聞社“. www.asahi.com. Sótt 11. október 2024.
  17. „日本被団協の代表委員に箕牧さん 大きな壁に挑む新たな「顔」:朝日新聞デジタル“. 朝日新聞デジタル (japanska). 9. júní 2022. Sótt 11. október 2024.
  18. „日本被団協の代表委員に箕牧さん 大きな壁に挑む新たな「顔」:朝日新聞デジタル“. 朝日新聞デジタル (japanska). 9. júní 2022. Sótt 11. október 2024.
  19. „Nagasaki atomic bomb survivor Sumiteru Taniguchi dies at 88“. BBC. 30. ágúst 2017. Sótt 11. október 2024.
  20. „Sunao Tsuboi: Campaigning Hiroshima survivor dies aged 96“. BBC. 27. október 2021. Sótt 11. október 2024.
  21. „Anti-nuclear crusader Mikiso Iwasa dies at the age of 91“. The Asahi Shimbun. 25. september 2020. Sótt 11. október 2024.
  22. Seán MacBride Peace Prize - IPB
  23. „Japanese atomic bomb survivor organisation Nihon Hidankyo wins Nobel Peace Prize: All you need to know“. The Indian Express (enska). 11. október 2024. Sótt 11. október 2024.
  24. Atomic bomb survivors nominated for Nobel prize | The Japan Times. They were awarded the Nobel Peace Price in 2024.