Landnámsmenn í Norðlendingafjórðungi
Útlit
Landnámsmenn í Norðlendingafjórðungi og landnám þeirra. Farið er réttsælis um landið að hætti Landnámu og hefst upptalningin við fjórðungsmörk í botni Hrútafjarðar.
- Eysteinn meinfretur Álfsson nam Hrútafjarðarströnd eystri.
- Þóroddur nam land í Hrútafirði og bjó á Þóroddsstöðum.
- Skinna-Björn Skeggjason nam Miðfjörð og Línakradal. Hann bjó á Reykjum í Miðfirði.
- Haraldur hringur nam Vatnsnes að Ambáttará vestan megin og að Þverá og Bjargaósi að austan. Hann bjó að Hólum.
- Sóti nam Vesturhóp og bjó undir Sótafelli.
- Auðunn skökull Bjarnarson nam Víðidal og bjó á Auðunarstöðum.
- Ormur nam Ormsdal og bjó þar.
- Ingimundur gamli Þorsteinsson nam Vatnsdal upp frá Helgavatni og Urðarvatni. Hann bjó að Hofi.
- Jörundur háls nam land frá Urðarvatni til Mógilslækjar og bjó á Grund undir Jörundarfelli.
- Hvati nam land frá Mógilslæk til Giljár og bjó á Hvatastöðum.
- Ásmundur nam land í Þingeyrasveit út frá Helgavatni og bjó undir Gnúpi.
- Friðmundur nam Forsæludal.
- Eyvindur sörkvir nam Blöndudal.
- Eyvindur auðkúla nam allan Svínadal og bjó á Auðkúlustöðum.
- Þorbjörn kolka nam Kolkumýrar og bjó þar.
- Ævar gamli Ketilsson nam Langadal fyrir ofan Móbergsbrekkur og bjó í Ævarsskarði.
- Holti nam Langadal ofan frá Móbergi og bjó á Holtastöðum.
- Hólmgöngu-Máni nam Skagaströnd inn til Fossár að vestan og Mánaþúfu að austan. Hann bjó í Mánavík.
- Eilífur Örn Atlason nam land frá Mánaþúfu að Gönguskarðsá og Laxárdal og bjó þar.
- Sæmundur suðureyski nam Sæmundarhlíð alla til Vatnsskarðs og bjó á Sæmundarstöðum.
- Skefill nam land fyrir utan Sauðá.
- Úlfljótur nam Langaholt allt fyrir neðan Sæmundarlæk.
- Þorkell vingnir Skíðason nam land um Vatnsskarð og Svartárdal.
- Álfgeir nam land um Álfgeirsvöllu upp til Mælifellsár og bjó á Álfgeirsvöllum.
- Þorviður nam land frá Mælfellsá að Giljá.
- Hrosskell nam Svartárdal og Ýrarfellslönd ofan til Gilhaga með ráði Eiríks Hróaldssonar. Hann bjó að Ýrarfelli.
- Eiríkur Hróaldsson nam land frá Giljá um Goðdali og ofan til Norðurár. Hann bjó að Hofi í Goðdölum.
- Vékell hamrammi nam land frá Giljá að Mælifellsá og bjó að Mælifelli.
- Kráku-Hreiðar Ófeigsson fékk tunguna niður frá Skálamýri af Eiríki í Goðdölum. Hann bjó á Steinsstöðum.
- Hávarður hegri bjó í Hegranesi.
- Önundur vís nam Austurdal upp frá Merkigili.
- Tungu-Kári nam land milli Norðurár og Merkigils og bjó í Flatatungu.
- Þorbrandur örrek nam Silfrastaðahlíð alla upp frá Bólstaðará og Norðurárdal norðan. Hann bjó á Þorbrandsstöðum (nú Ytri-Kot).
- Hjálmólfur nam land um Blönduhlíð.
- Þórir dúfunef nam land milli Glóðafeykisár og Djúpár og bjó á Flugumýri.
- Kollsveinn rammi nam land milli Þverár og Gljúfurár og bjó á Kollsveinsstöðum.
- Gunnólfur nam land milli Þverár og Glóðafeykisár og bjó í Hvammi.
- Sleitu-Björn Hróarsson nam land milli Grjótár og Deildarár. Hann bjó á Sleitu-Bjarnarstöðum.
- Öndóttur keypti land af Sleitu-Birni milli Gljúfurár og Kolbeinsáróss upp að Hálsagróf. Hann bjó í Viðvík.
- Kolbeinn Sigmundarson nam land milli Grjótár og Deildarár, Kolbeinsdal og Hjaltadal.
- Hjalti Þórðarson nam Hjaltadal að ráði Kolbeins og bjó að Hofi.
- Höfða-Þórður Bjarnarson nam Höfðaströnd milli Unadalsár og Hrolleifsdalsár og bjó að Höfða.
- Hrolleifur mikli Arnhallsson fékk land af Höfða-Þórði í Hrolleifsdal og bjó þar en flutti síðar í Vatnsdal.
- Friðleifur nam Sléttuhlíð alla og Friðleifsdal milli Friðleifsdalsár og Stafár. Hann bjó í Holti.
- Hrafna-Flóki Vilgerðarson nam Flókadal milli Flókadalsár og Reykjarhóls og bjó á Mói.
- Nafar-Helgi nam land frá Flókadalsá neðan Barðs um Haganes og upp að Tunguá. Hann bjó á Grindli.
- Þórður knappur Bjarnarson nam land upp frá að Tunguá. Hann bjó á Knappsstöðum.
- Bárður Suðureyingur nam land frá Stíflu til Mjóadalsár.
- Brúni hvíti Háreksson nam land milli Mjóadalsár og Úlfsdala. Hann bjó á Brúnastöðum.
- Úlfur víkingur nam Úlfsdali og bjó þar.
- Þormóður rammi Haraldsson nam Siglufjörð og Héðinsfjörð til Hvanndala og bjó á Siglunesi.
- Ólafur bekkur Karlsson nam Ólafsfjörð vestan megin til Hvanndala og bjó að Kvíabekk.
- Gunnólfur gamli Þorbjarnarson nam Ólafsfjörð austan megin ofan frá Reykjaá út til Vámúla. Hann bjó á Gunnólfsá.
- Helgi magri Eyvindarson nam allan Eyjafjörð milli Sigluness og Reynisness og bjó í Kristnesi.
- Þorsteinn svarfaður Rauðsson nam Svarfaðardal að ráði Helga magra.
- Karl Steinröðarson nam Strönd alla frá Upsum til Míganda.
- Örn fluttist vestan úr Arnarfirði (sjá Vestfirðingafjórðung) og fékk lönd af Hámundi heljarskinn. Hann bjó í Arnarnesi.
- Galmi nam Galmaströnd milli Þorvaldsdalsár og Reistarár.
- Geirleifur Hrappsson nam Hörgárdal upp til Myrkár og bjó í Haganum forna.
- Þórður slítandi nam Hörgárdal upp frá Myrká og ofan til Dranga.
- Þórir þursasprengir nam Öxnadal allan og bjó að Vatnsá.
- Auðólfur nam Hörgárdal niður frá Þverá til Bægisár. Hann bjó á Syðri-Bægisá.
- Eysteinn Rauðúlfsson nam land niður frá Bægisá til Kræklingahlíðar og bjó að Lóni.
- Eyvindur hani fékk land af Öndóttssonum og bjó í Hanatúni (síðar kallað Marbæli).
- Ásgrímur Öndóttsson fékk land hjá Ásmundi bróður sínum og bjó að Nyrðri-Glerá.
- Ásmundur Öndóttsson fékk Kræklingahlíð af Helga magra og bjó að Syðri-Glerá.
- Hámundur heljarskinn Hjörsson fékk land milli Merkigils og Skjálgdalsár af Helga magra og bjó á Espihóli syðri.
- Gunnar Úlfljótsson fékk land af Helga magra milli Skjálgdalsár og Háls. Hann bjó í Djúpadal.
- Auðunn rotinn Þórólfsson fékk land af Helga magra frá Hálsi til Villingadals og bjó í Saurbæ.
- Hrólfur Helgason fékk öll lönd austan Eyjafjarðarár upp frá Arnarhvoli af Helga magra föður sínum. Hann bjó á Gnúpufelli.
- Ingjaldur Helgason fékk land út frá Arnarhvoli til Ytri-Þverár af Helga magra, föður sínum. Hann bjó á Efri-Þverá.
- Þorgeir Þórðarson fékk land af Helga magra frá Þverá út til Varðgjár og bjó að Fiskilæk.
- Skagi Skoftason nam Eyjafjarðarströnd eystri milli Varðgjár og Fnjóskár að ráði Helga magra. Hann bjó í Sigluvík.
- Þórir snepill Ketilsson nam Fnjóskadal allan til Ódeilu og bjó í Lundi.
- Þengill mjögsiglandi nam land frá Fnjóská til Grenivíkur og bjó í Höfða.
- Þormóður nam Grenivík og Hvallátur sem og Strönd út til Þorgeirsfjarðar.
- Þorgeir nam Þorgeirsfjörð og Hvalvatnsfjörð.
- Eyvindur Loðinsson nam Flateyjardal upp til Gunnsteina.
- Gnúpa-Bárður Heyangurs-Bjarnarson nam Bárðardal allan upp frá Kálfborgará og Eyjardalsá og bjó að Lundarbrekku. Hann fluttist síðar suður yfir heiðar í Fljótshverfi (sjá Austfirðingafjórðung).
- Kampa-Grímur nam Köldukinn.
- Þorfinnur máni Áskelsson nam land fyrir neðan Eyjardalsá til Landamóts og um Ljósavatnsskarð. Hann bjó að Öxará.
- Þórir Grímsson nam land um Ljósavatnsskarð.
- Héðinn Þorsteinsson nam land fyrir innan Tunguheiði og bjó í Héðinshöfða.
- Höskuldur Þorsteinsson nam land austan Laxár og bjó í Skörðuvík.
- Vestmaður nam Reykjadal vestan Laxár upp til Vestmannsvatns ásamt Úlfi fóstbróður sínum.
- Úlfur nam Reykjadal vestan Laxár upp til Vestmannsvatns ásamt Vestmanni fóstbróður sínum. Hann bjó undir Skrattafelli.
- Náttfari, skipverji Garðars Svavarssonar, settist fyrstur manna að á Íslandi. Hann eignaði sér Reykjadal, en var síðar rekinn brott af Eyvindi Þorsteinssyni sem lét hann hafa Náttfaravíkur.
- Eyvindur Þorsteinsson nam Reykjadal ofan Vestmannsvatns eftir að hafa rekið Náttfara burt. Hann bjó á Helgastöðum.
- Ketill hörðski Þorsteinsson fékk land í Reykjadal hjá Eyvindi bróður sínum og bjó á Einarsstöðum.
- Grenjaður Hrappsson nam Þegjandadal, Kraunaheiði, Þorgerðarfell og Laxárdal neðan. Hann bjó á Grenjaðarstöðum.
- Böðólfur Grímsson nam Tjörnes allt milli Tunguár og Óss.
- Skeggi Böðólfsson nam Kelduhverfi upp til Kelduness og bjó í Miklagarði.
- Máni nam land austan Skjálfandafljóts milli Kálfborgarár og Rauðuskriðu. Hann bjó að Mánafelli.
- Ljótur óþveginn nam Kelduhverfi upp frá Keldunesi.
- Önundur Blængsson nam Kelduhverfi frá Keldunesi og bjó í Ási.
- Þorsteinn Sigmundarson bjó fyrstur að Mývatni.
- Þorkell hái bjó fyrstur að Grænavatni.
- Geiri bjó fyrstur sunnan Mývatns á Geirastöðum.
- Einar Þorgeirsson helgaði sér Öxarfjörð ásamt Vestmanni og Vémundi.
- Vestmaður helgaði sér Öxarfjörð ásamt Einari Þorgeirssyni og Vémundi bróður sínum.
- Vémundur helgaði sér Öxarfjörð ásamt Vestmanni bróður sínum og Einari Þorgeirssyni.
- Reistur Ketilsson nam land milli Reistargnúps og Rauðagnúps og bjó í Leirhöfn.
- Arngeir nam alla Sléttu milli Hávararlóns og Sveinungsvíkur. Hann bjó í Hraunhöfn.
- Sveinungur nam Sveinungsvík og bjó þar.
- Kolli nam Kollsvík og bjó þar.
- Ketill þistill nam Þistilfjörð milli Hundsness og Sauðaness.
Vestan á Langanesi tekur við Austfirðingafjórðungur.