Fara í innihald

Angkor Wat

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Angkor Wat (Höfuð-borgmusterið) í Kambódíu er best þekkta hofið í Angkor-fornminjagarðinum, sem er eitt mikilvægasta fornleifasvæðið í Suðaustur-Asíu. Svæðið nær yfir um 400 km2, skógi vaxið svæði, Angkor-garðurinn inniheldur stórkostlegar leifar af mismunandi höfuðborgum Khmer-heimsveldisins sem var við lýði frá 8. til 14. aldar. Fyrir utan áðurnefnt Angkor Wat er hið víðfræga Angkor Thom með 72 turnum sem hver hefur fjögur Búdda-andlit, Bayon-musterið með ótal höggmyndum og áhugaverður skreytingum. Svæðið nýtur nú verndar UNESCO, sem hefur sett upp margþætt verkefni til að vernda það og umhverfi þess [1]

Svæðið í heild er þyrping mustera sem mynda stærstu trúarlegu minnismerki í heimi. Angkor Wat var upphaflega byggt sem hindúahof fyrir Khmer-konungsættina, en Búddastyttur voru settar upp þegar hofið var helgað Mahajana-búddisma við lok 12. aldarinnar.[2] Khmer-konungurinn Suryavarman II lét byggja musterið[3] snemma á 12. öldinni í Yaśodharapura (núverandi Angkor), höfuðborg Khmer konungsættarinnar, sem hof ríkis síns og sitt eigið grafhýsi. Angor Wat var tileinkað Visnjú. Í hofinu nær byggingarstíll Khmera hátindi og það hefur verið notað sem merki landsins[4] og er á fána þess og er vinsælasti áfangastaður landsins meðal ferðamanna.

Tilvísanir

[breyta | breyta frumkóða]
  1. http://whc.unesco.org/en/list/668
  2. Ashley M. Richter (8. september 2009). „Recycling Monuments: The Hinduism/Buddhism Switch at Angkor“. CyArk. Sótt 7. júní 2015.
  3. Higham, C. (2014). Early Mainland Southeast Asia. Bangkok: River Books Co., Ltd. bls. 372, 378–379. ISBN 978-616-7339-44-3.
  4. „Government ::Cambodia“. CIA World Factbook. Afrit af upprunalegu geymt þann 29. desember 2010. Sótt 18. október 2015.
  Þessi landafræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.