Fara í innihald

Vincent Auriol

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Vincent Auriol
Vincent Auriol árið 1947.
Forseti Frakklands
Í embætti
16. janúar 1947 – 16. janúar 1954
Forsætisráðherra
ForveriAlbert Lebrun
EftirmaðurRené Coty
Persónulegar upplýsingar
Fæddur27. ágúst 1884
Revel, Haute-Garonne, Frakklandi
Látinn1. janúar 1966 (81 árs) París, Frakklandi
StjórnmálaflokkurSFIO
MakiMichelle Aucouturier
TrúarbrögðTrúleysi
BörnPaul Auriol
HáskóliHáskólinn í Toulouse
Undirskrift

Vincent Auriol (27. ágúst 1884 – 1. janúar 1966) var franskur stjórnmálamaður og forseti Frakklands frá 1947 til 1954. Hann var fyrsti forseti fjórða franska lýðveldisins.

Auriol var sósíalisti og meðlimur í stjórnmálaflokknum Section Française de l'Internationale Ouvrière (SFIO). Hann var fjármálaráðherra Frakklands frá 1936 til 1937 í ríkisstjórn góðvinar síns, Léons Blum, og dómsmálaráðherra frá 1937 til 1938 í þriðju og fjórðu ríkisstjórnum Camille Chautemps.

Auriol var einn af 80 þingmönnum sem kusu gegn því að Philippe Pétain yrðu veitt neyðarvöld í kjölfar hernáms Þjóðverja á Frakklandi í seinni heimsstyrjöldinni. Hann var því settur í stofufangelsi en slapp úr haldi árið 1942 og gekk til liðs við frönsku andspyrnuna. Hann barðist með andspyrnuhreyfingunni í eitt ár en flúði síðan til London og gerðist fulltrúi sósíalista á ráðstefnu frjáls Frakklands sem Charles de Gaulle skipulagði í Algeirsborg. Eftir frelsun Frakklands undan hernáminu varð Auriol ríkisráðherra í bráðabirgðastjórn de Gaulle. Hann varð jafnframt forseti stjórnlagaþingsins sem samdi stjórnarskrá fjórða franska lýðveldisins.

Árið 1946 var Auriol kjörinn forseti Frakklands og gegndi því embætti til ársins 1954. Sem forseti reyndi Auriol að skapa jafnvægi milli Gaullista og sósíalista og þurfti að glíma við fjölmargar stjórnarkreppur. Hann sóttist ekki eftir endurkjöri þegar kjörtímabilinu lauk árið 1954.


Fyrirrennari
Léon Blum
(sem formaður bráðabirgðastjórnar)
Forseti Frakklands
1947 — 1954
Eftirmaður
René Coty