Alain Poher
Alain Poher | |
---|---|
Forseti Frakklands (til bráðabirgða) | |
Í embætti 28. apríl 1969 – 20. júní 1969 | |
Forsætisráðherra | Maurice Couve de Murville |
Forveri | Charles de Gaulle |
Eftirmaður | Georges Pompidou |
Í embætti 2. apríl 1974 – 27. maí 1974 | |
Forsætisráðherra | Pierre Messmer |
Forveri | Georges Pompidou |
Eftirmaður | Valéry Giscard d'Estaing |
Forseti öldungadeildar franska þingsins | |
Í embætti 3. október 1968 – 2. október 1992 | |
Forveri | Gaston Monnerville |
Eftirmaður | René Monory |
Forseti Evrópuþingsins | |
Í embætti 7. mars 1966 – 11. mars 1969 | |
Forveri | Victor Leemans |
Eftirmaður | Mario Scelba |
Persónulegar upplýsingar | |
Fæddur | 17. apríl 1909 Ablon-sur-Seine, Frakklandi |
Látinn | 9. desember 1996 (87 ára) París, Frakklandi |
Stjórnmálaflokkur | Alþýðlega lýðveldishreyfingin (1946–1966) Lýðræðismiðjan (1966–1976) Miðstöð félagshyggjumanna (1976–1995) Lýðræðisaflið (1995–1996) |
Maki | Henriette Tugler |
Trúarbrögð | Kaþólskur |
Börn | 2 |
Háskóli | École nationale supérieure des mines de Paris Sciences Po |
Undirskrift |
Alain Poher (17. apríl 1909 – 9. desember 1996) var franskur stjórnmálamaður sem gegndi tvisvar forsetaembætti Frakklands til bráðabirgða.
Poher var meðlimur í Alþýðlegu lýðveldishreyfingunni (fr. Mouvement républicain populaire eða MRP). Hann var kjörinn á franska þingið árið 1946 og síðan nefndur fjármálaráðherra í ríkisstjórn Roberts Schuman og síðan útgjaldaráðherra í stjórn Henris Queuille. Poher var návinur Roberts Schuman og gegndi ýmsum störfum á þingi áður en hann varð forseti Evrópuþingsins árið 1966 og forseti franska þingsins frá 1968 til 1992. Það var í krafti þess embættis sem Poher settist tvisvar til bráðabirgða á forsetastól Frakklands: Fyrst eftir afsögn Charles de Gaulle forseta (1969) og síðan eftir dauða Georges Pompidou forseta (1974). Poher hafði boðið sig fram í forsetakosningunum gegn Pompidou árið 1969 en hafði beðið ósigur í annarri umferð kosninganna.
Poher var einn þekktasti þingmaður fimmta franska lýðveldisins og er enn í dag sá sem lengst hefur setið sem forseti franska þingsins.
Heimild
[breyta | breyta frumkóða]- Fyrirmynd greinarinnar var „Alain Poher“ á frönsku útgáfu Wikipedia. Sótt 26. október 2017.