12. maí
Útlit
Apr – Maí – Jún | ||||||
Su | Má | Þr | Mi | Fi | Fö | La |
1 | 2 | 3 | 4 | |||
5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 |
12 | 13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 |
19 | 20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 |
26 | 27 | 28 | 29 | 30 | 31 | |
2024 Allir dagar |
12. maí er 132. dagur ársins (133. á hlaupári) samkvæmt gregoríska tímatalinu. 233 dagar eru eftir af árinu.
Atburðir
[breyta | breyta frumkóða]- 254 - Stefán varð páfi.
- 1191 - Ríkharður ljónshjarta gekk að eiga Berengaríu af Navarra í Limassol á Kýpur.
- 1588 - Hinrik hertogi af Guise tók völdin í París og Hinrik 3. konungur neyddist til að flýja borgina.
- 1732 - Carl Linné hóf rannsóknarleiðangur sinn um Lappland.
- 1797 - Napóleon Bónaparte hertók Feneyjar. Þar með leið meira en þúsund ára sjálfstætt borgríki undir lok.
- 1870 - Fyrstu Vesturfararnir, fjórir Íslendingar lögðu af stað frá Eyrarbakka og komust til Quebec í Kanada 18. eða 19. júní.
- 1882 - Konur fengu takmarkaðan kosningarétt til sveitarstjórna. Eingöngu ekkjur og ógiftar konur sem orðnar voru 25 ára máttu kjósa, en giftar konur ekki.
- 1895 - Starf Hjálpræðishersins á Íslandi hófst með útisamkomu á Lækjartorgi.
- 1916 - Hásetaverkfalli lauk eftir að hafa staðið í tvær vikur. Þetta var fyrsta verkfall á Íslandi sem bar nokkurn árangur.
- 1926 - Roald Amundsen flaug yfir Norðurpólinn.
- 1935 - Fyrsti golfvöllur á Íslandi var vígður í Laugardalnum.
- 1942 - Reykjavíkurborg keypti Korpúlfsstaði af Thor Jensen.
- 1971 - Stór hluti borgarinnar Burdur í Tyrklandi eyðilagðist í jarðskjálfta.
- 1974 - Rithöfundasamband Íslands var endurstofnað sem sameinað stéttarfélag íslenskra rithöfunda.
- 1978 - Hópur málaliða undir stjórn Bob Denard framdi valdarán á Kómoreyjum.
- 1984 - Oddur Sigurðsson setti Íslands- og Norðurlandamet í 400 metra hlaupi: 45,36 sekúndur.
- 1984 - Heimssýningin í Louisiana var opnuð.
- 1991 - Fyrstu fjölflokkakosningarnar í Nepal fóru fram.
- 1999 - Skoska þingið kom saman í fyrsta skipti.
- 2000 - Listasafnið Tate Modern var opnað í London.
- 2001 - Eistland sigraði Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva 2001 með laginu „Everybody“. Framlag Íslands var lagið „Angel“.
- 2003 - 60 manns létu lífið í sjálfsmorðssprengjuárás í Téténíu.
- 2003 - 35 létust í fimmtán sjálfsmorðssprengjuárásum í Sádí-Arabíu.
- 2005 - Leikjatölvan Xbox 360 var kynnt opinberlega.
- 2006 - Ólafur Ragnar Grímsson lagði hornstein að stöðvarhúsinu við Kárahnjúkavirkjun.
- 2007 - Alþingiskosningar voru haldnar á Íslandi.
- 2007 - Serbía sigraði Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva 2007 með laginu „Molitva“.
- 2008 - Jarðskjálftinn í Sesúan 2008 olli yfir 69 þúsund dauðsföllum í Kína.
- 2009 - Samtök fullveldissinna voru stofnuð gegn hugsanlegri aðild Íslands að Evrópusambandinu.
- 2010 - Afriqiyah Airways flug 771 hrapaði við Alþjóðaflugvöllinn í Trípólí með þeim afleiðingum að 103 af 104 um borð fórust.
- 2012 - Heimssýningin Expo 2012 hófst í Yeosu í Suður-Kóreu.
- 2014 - Alþýðulýðveldið Luhansk lýsti yfir sjálfstæði frá Úkraínu.
- 2015 - Annar jarðskjálfti reið yfir Nepal með þeim afleiðingum að 218 létust.
- 2016 - Dilma Rousseff var vikið úr embætti sem forseti Brasilíu eftir að vantraust var samþykkt á hana.
- 2017 - Hrina gagnagíslatökuárása var gerð á tölvur um allan heim.
- 2018 - Söngkonan Netta Barzilai sigraði Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva 2018 fyrir Ísrael með laginu „Toy“.
- 2019 - Ómanflóaatvikið 2019: Fjögur flutningaskip voru skemmd nærri höfninni í Fujairah í Sameinuðu arabísku furstadæmunum. Bandaríkjastjórn sakaði Íran um að standa á bak við árásirnar.
Fædd
[breyta | breyta frumkóða]- 1401 - Shoko Japanskeisari (d. 1428).
- 1496 – Gústaf Vasa Svíakonungur (d. 1560).
- 1670 – Friðrik Ágúst 1. af Póllandi (d. 1733).
- 1803 - Justus von Liebig, þýskur efnafræðingur (d. 1873).
- 1812 – Theodor Bergk, þýskur fornfræðingur (d. 1881).
- 1820 – Florence Nightingale, ensk hjúkrunarkona (d. 1910).
- 1823 - Frederik Vermehren, danskur myndlistarmaður (d. 1910).
- 1828 - Dante Gabriel Rossetti, enskur málari (d. 1882).
- 1845 – Gabriel Fauré, franskt tónskáld (d. 1924).
- 1902 - Jón Sigurðsson, íslenskur verkalýðsforingi (d. 1984).
- 1907 – Katharine Hepburn, bandarísk leikkona (d. 2003).
- 1908 – Alejandro Scopelli, argentínskur knattspyrnumaður og -þjálfari (d. 1987).
- 1920 - Vilém Flusser, tékkneskur heimspekingur (d. 1991).
- 1926 - James Samuel Coleman, bandarískur félagsfræðingur (d. 1995).
- 1928 - Burt Bacharach, bandarískur lagahöfundur. (d. 2023).
- 1937 - George Carlin, bandarískur leikari (d. 2008).
- 1939 - Jalal Dabagh, kúrdískur stjórnmálamaður.
- 1940 - Lill Lindfors, sænsk söngkona.
- 1945 - Ellert Borgar Þorvaldsson, íslenskur athafnarmaður, kennari og tónlistarmaður.
- 1946 - Gareth Evans, bandariskur heimspekingur (d. 1980).
- 1946 - Daniel Libeskind, bandarískt hússkáld.
- 1949 - Robert S. Siegler, bandarískur sálfræðingur.
- 1954 – Friðrik Þór Friðriksson, íslenskur kvikmyndaleikstjóri.
- 1958 - Eric Singer, bandarískur tónlistarmaður (KISS).
- 1962 - Emilio Estevez, bandarískur leikari.
- 1970 - David A. R. White, bandarískur leikari.
- 1974 - Sóley Tómasdóttir, íslenskur stjórnmálamaður.
- 1980 - Rishi Sunak, forsaetisradherra Bretlands.
- 1981 - Naohiro Ishikawa, japanskur knattspyrnumaður.
- 1986 - Masaaki Higashiguchi, japanskur knattspyrnumaður.
- 1988 - Kristrún Frostadóttir, þingkona Samfylkingarinnar.
- 1993 - Weverson Leandro Oliveira Moura, brasilískur knattspyrnumaður.
- 1995 - Luke Benward, bandarískur gamanleikari.
- 1998 - Sveinn Aron Guðjohnsen, íslenskur knattspyrnumaður.
- 2003 - Madeleine McCann, enskt mannránsfórnarlamb.
Dáin
[breyta | breyta frumkóða]- 1003 – Silvester 2. páfi.
- 1012 – Sergíus 4. páfi.
- 1182 - Valdimar mikli Knútsson, konungur Danmerkur (f. 1131).
- 1382 - Jóhanna 1. Napólídrottning, var myrt (f. 1327).
- 1412 - Einar Herjólfsson, farmaður.
- 1490 - Jóhanna, krónprinsessa af Portúgal (f. 1452).
- 1514 - Jón Þorvaldsson, ábóti í Þingeyrarklaustri.
- 1641 - Thomas Wentworth, enskur stjórnmálamaður (f. 1593).
- 1700 – John Dryden, enskur rithöfundur (f. 1631).
- 1884 - Bedřich Smetana, tékkneskt tónskáld (f. 1824).
- 1916 – James Connolly, írskur sósíalisti (f. 1868).
- 1935 - Józef Piłsudski, pólskur stjórnmálamaður (f. 1867).
- 1957 – Erich von Stroheim, austurrískur kvikmyndaleikstjóri og leikari (f. 1885).
- 1960 - Evelyn Dunbar, breskur myndlistarmaður (f. 1906).
- 1965 - Carlos Scarone, úrúgvæskur knattspyrnumaður (f. 1888).
- 1966 - Stefán Jónsson, íslenskur rithöfundur (f. 1905).
- 1970 – Nelly Sachs, þýskur rithöfundur og Nóbelsverðlaunahafi (f. 1891).
- 1972 - Binni í Gröf, íslenskur skipstjóri (f. 1904).
- 1973 - Frances Marion, bandarískur handritshöfundur (f. 1888).