22. ágúst
Útlit
Júl – Ágúst – Sep | ||||||
Su | Má | Þr | Mi | Fi | Fö | La |
1 | 2 | 3 | ||||
4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 |
11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 | 17 |
18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 | 24 |
25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 | 31 |
2024 Allir dagar |
22. ágúst er 234. dagur ársins (235. á hlaupári) samkvæmt gregoríska tímatalinu. 131 dagur er eftir af árinu.
Atburðir
[breyta | breyta frumkóða]- 1432 - Eiríkur af Pommern samdi um vopnahlé við Hansasambandið og Holtsetaland.
- 1485 - Ríkharður 3. Englandskonungur féll í bardaganum við Bosworth.
- 1485 - Hinrik 7. varð Englandskonungur.
- 1552 - Gústaf Vasa Svíakonungur giftist þriðju konu sinni, Katarinu Stenbock. Hann var 40 árum eldri og sænskir klerkar mótmæltu hjónabandinu, bæði vegna aldursmunarins og ekki síður vegna þess að Katarina var systurdóttir annarrar konu konungsins.
- 1553 - Hertoginn af Norðymbralandi, helsti stuðningsmaður Lafði Jane Grey, var tekinn af lífi.
- 1567 - Áttatíu ára stríðið: „Járnhertoginn“ Fernando Álvarez de Toledo kom til Brussel.
- 1642 - Enska borgarastríðið: Karl 1. Englandskonungur hóf liðsafnað í Nottingham.
- 1809 - Jörundur hundadagakonungur var handtekinn og þar með var valdasetu hans á Íslandi lokið.
- 1848 - Bandaríkin innlimuðu Nýju Mexíkó.
- 1910 - Japanar innlimuðu Kóreu.
- 1916 - Fyrsta lestarslysið varð á Íslandi þegar telpa varð fyrir lest við Reykjavíkurhöfn.
- 1922 - Íslandsmet var sett í 5000 metra hlaupi er Jón Kaldal hljóp vegalengdina á 15 mín. og 23 sek. Metið stóð í þrjátíu ár.
- 1926 - Helgi Hálfdanarson sálmaskáld hefði orðið hundrað ára og var þess minnst í kirkjum Íslands.
- 1943 - Um 800 marsvín rak á land við Búlandshöfða á Snæfellsnesi.
- 1978 - Sandínistar hertóku þinghúsið í Níkaragva.
- 1981 - Á Staðastað á Snæfellsnesi var afhjúpaður minnisvarði um Ara fróða Þorgilsson.
- 1991 - Ísland varð fyrst ríkja til að viðurkenna sjálfstæði Eystrasaltsríkjanna þriggja.
- 1992 - Á Egilsstöðum lauk vestnorrænu kvennaþingi með því að hlaðin var varða úr grjóti frá Grænlandi, Færeyjum og Íslandi.
- 1993 - Kristján Helgason varð heimsmeistari í snóker í flokki 21 árs og yngri á móti sem haldið var í Reykjavík. Hann var þá aðeins nítján ára gamall.
- 2004 - Tveir vopnaðir ræningjar stálu málverkunum Ópið og Madonna eftir Edvard Munch frá Munch-safninu í Osló.
- 2006 - Farþegaflugvél Pulkovo Airlines hrapaði í Úkraínu. 171 lét lífið, þar af 45 börn.
- 2007 - Menntaskóli Borgarfjarðar var settur í fyrsta sinn.
- 2008 - Ísland sigraði Spán í undanúrslitum Ólympíuleikanna í handknattleik karla 36-30 og mætti því Frökkum í úrslitaleik um gullið.
- 2010 - Námaverkamenn í San José-námunni í Chile fundust í neyðarathvarfi á 700 metra dýpi og voru allir á lífi. Björgun þeirra tók 69 daga.
- 2011 - Fellibylurinn Írena hóf að myndast við Púertó Ríkó.
- 2013 - Fyrsta útgáfa Kjarnans, stafræns fréttatímarits kom út.
Fædd
[breyta | breyta frumkóða]- 1601 - Georges de Scudéry, franskur rithöfundur (d. 1667).
- 1647 - Denis Papin, franskur uppfinningamaður (d. 1712).
- 1724 - Jens Schielderup Sneedorff, danskur rithöfundur og upplýsingarfrömuður (d. 1764).
- 1862 - Claude Debussy, franskt tónskáld (d. 1918).
- 1887 - Lutz Schwerin von Krosigk, þýskur stjórnmálamaður (d. 1977).
- 1892 - Nína Sæmundsson, íslenskur myndhöggvari (d. 1965)
- 1902 - Leni Riefenstahl, þýskur kvikmyndaleikstjóri (d. 2003).
- 1904 - Deng Xiaoping, leiðtogi Alþýðulýðveldisins Kína (d. 1997).
- 1917 - Selma Jónsdóttir, íslenskur listfræðingur (d. 1987).
- 1917 - Ko Arima, japanskur knattspyrnumaður.
- 1920 - Ray Bradbury, bandarískur rithöfundur (d. 2012).
- 1928 - Karlheinz Stockhausen, þýskt tónskáld (d. 2007).
- 1935 - Árni Bergmann, íslenskur rithöfundur.
- 1940 - Jón Kr. Ólafsson, söngvari á Bíldudal.
- 1949 - Þórarinn Eldjárn, íslenskur rithöfundur.
- 1958 - Paolo Macchiarini, ítalskur læknir.
- 1960 - Regina Taylor, bandarísk leikkona.
- 1961 - Thomas Hoeren, þýskur lögfræðingur.
- 1966 - Alexandre Torres, brasilískur knattspyrnumaður.
- 1976 - Lárus Sigurður Lárusson, íslenskur lögfræðingur.
- 1977 - Heiðar Helguson, íslenskur knattspyrnumaður.
- 1977 - Katrín Oddsdóttir, íslenskur lögfræðingur.
- 1980 - Aya Sumika, bandarísk leikkona.
- 1995 - Dua Lipa, bresk-albönsk söngkona.
Dáin
[breyta | breyta frumkóða]- 1188 - Ferdínand 2., konungur Leon (f. 1137).
- 1241 - Gregoríux 9. páfi.
- 1280 - Nikulás 3. páfi (f. 1218).
- 1350 - Filippus 6. Frakkakonungur (f. 1293).
- 1358 - Ísabella af Frakklandi, drottning Játvarðar 2. Englandskonungs (f. 1295).
- 1607 - Bartholomew Gosnold, enskur landkönnuður og sjóræningi (f. 1572).
- 1652 - Jacob De la Gardie, sænskur hermaður (f. 1583).
- 1822 - Carl Pontoppidan, norskur kaupmaður (f. 1748).
- 1861 - Xianfeng, keisari Kína (f. 1831).
- 1903 - Robert Gascoyne-Cecil, markgreifi af Salisbury, breskur stjórnmálamaður (f. 1830).
- 1922 - Michael Collins, írskur byltingarleiðtogi (f. 1890).
- 1958 - Roger Martin du Gard, franskur rithöfundur og Nóbelsverðlaunahafi (f. 1881).
- 1970 - Vladimír Propp, rússneskur þjóðfræðingur (f. 1895).
- 1972 - Ángel Romano úrúgvæskur knattspyrnumaður (f. 1893).
- 1975 - Guðrún frá Lundi, íslenskur rithöfundur (f. 1887).
- 1976 - Juscelino Kubitschek, brasilískur stjórnmálamaður (f. 1902).
- 1978 - Jomo Kenyatta, fyrsti forseti Keníu (f. í kringum 1897).
- 1987 - Arne Brustad, norskur knattspyrnumaður (f. 1912).
- 1997 - Matti Sippala, finnskur spjótkastari (f. 1908).
- 2011 - Gunnar Dal, íslenskur rithöfundur (f. 1923).