1594
Útlit
Ár |
Áratugir |
Aldir |
Árið 1594 (MDXCIV í rómverskum tölum)
Á Íslandi
[breyta | breyta frumkóða]- Fellivetur mikill norðan lands.
- 30. júní - Morðbréfamálið: Morðbréfin fjögur voru dæmd fölsuð á Alþingi.
- Þingtími lengdur og búðagerð hófst að nýju eftir að hafa legið niðri frá því á 13. öld.
- Lítið hús reist á Þingvöllum fyrir starfsemi lögréttunnar.
- 19. nóvember - Hvítá í Árnessýslu þornaði upp á tveimur stöðum í stormi.
- Fyrsta útgáfa messusöngsbókarinnar Graduale („Grallarans“) í umsjá Guðbrands Þorlákssonar prentuð á Hólum.
- Ólafur Jónsson varð skólameistari í Hólaskóla.
- Sigurður Stefánsson varð skólameistari í Skálholtsskóla en drukknaði í Brúará eftir tvær vikur í starfinu.
- Ari Magnússon í Ögri giftist Kristínu Guðbrandsdóttur.
Fædd
Dáin
- Sigurður Stefánsson, skólameistari í Skálholti.
Erlendis
[breyta | breyta frumkóða]- 19. febrúar - Sigmundur Vasa var krýndur konungur Svíþjóðar í Uppsölum.
- 27. febrúar - Hinrik 4. var krýndur konungur Frakklands.
- 16. apríl - Ferdinando Stanley, jarl af Derby, dó skyndilega, líklega drepinn með eitri. Hann var þá annar í erfðaröðinni (næstur á eftir móður sinni) að bresku krúnunni samkvæmt því sem Hinrik 8. hafði mælt fyrir í erfðaskrá sinni,
Fædd
- 15. júní - Nicolas Poussin, franskur listmálari (d. 1665).
- 17. nóvember - Gottfried Heinrich greifi af Pappenheim, þýskur hermarskálkur (d. 1632).
- 9. desember - Gustav Adolf II konungur Svíþjóðar (d. 1632).
Dáin
- 2. febrúar - Giovanni Pierluigi da Palestrina, ítalskt tónskáld (f. um 1525).
- 31. maí - Tintoretto, ítalskur listmálari (f. 1518).
- 14. júní - Orlando de Lassus, flæmskt tónskáld (f. 1532).
- 22. nóvember - Sir Martin Frobisher, breskur sæfari og landkönnuður (f. 1535).
- 2. desember - Gerhard Mercator, flæmsk-þýskur kortagerðarmaður (f. 1512).