Símboði
Útlit
Símboði (sjaldnar friðþjófur) er þráðlaust símtæki sem tekur við símanúmeri þess sem hringir og/eða raddskilaboðum og pípir um leið. Notandi símboðans getur þá hringt í viðkomandi þegar hann hefur tíma og aðgang að síma. Sumir símboðar eru búnir senditæki og geta svarað þeim sem hringir og staðfest móttöku skilaboðanna. Símboðar eru háðir símboðakerfi, sem getur eftir atvikum verið staðbundin sendistöð eða landskerfi samtengdra stöðva. Símboðar urðu fyrst algengir á 8. áratug 20. aldar. Þeir voru um tíma mjög útbreiddir meðal starfsfólks í neyðarþjónustu, öryggisþjónustu og heilbrigðisþjónustu. Með aukinni notkun farsíma eftir aldamótin 2000 hurfu þeir mikið til af sjónarsviðinu.