Fara í innihald

Stofnanahagfræði

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu


Stofnanahagfræði fjallar um hvernig stofnanir hafa áhrif á efnahagslegar ákvarðanir og samskipti einstaklinga. Stofnanahagfræði nær yfir vítt svið og tekur tillit til margra sjónarmiða. Flækjan við að skilgreina stofnanahagfræði er óvissan um merkinguna á orðinu stofnun, hvað er stofnun? Stofnanahagfræði lítur yfir víðasta svið skilgreiningarinnar á því hvað stofnun getur verið, en samkvæmt henni getur stofnun verið til dæmis einstaklingar, ríkisvald, banki, fyrirtæki, samtök, fjölskylda, samfélag, stéttarfélag ,reglur, siðir og venjur  o.s.frv. Þetta víða sjónarhorn stofnanahagfræðinnar felur í sér að stofnanir geti bæði stýrt og aukið athafnafrelsi einstaklinga. [1]

Stofnanahagfræði skoðar markaði sem samspil hinna flóknu tengsla og samskipta milli allra þessara mismunandi stofnana og metur hvernig þessar reglur og venjur hafa áhrif á hegðun fólks með tilliti til sjónarmiða lögfræði, siðfræði og hagfræði. [1]

Grunnurinn að stofnanahagfræði er tileinkaður Thorstein Veblen, en meðal upphafsmanna stefnunnar má nefna John R. Commons, Wesley Mitchell, Walton Hamilton. [1][2]

Upphaf stofnanahagfræði

[breyta | breyta frumkóða]

Stofnanahagfræði er ekki gamalt fyrirbæri og er aðeins hægt að rekja það til ársins 1918, samt sem áður var Robert Hoxie að kalla sig stofnanahagfræðing árið 1916. Stofnanahagfræði var því þekkt í tali en kom ekki fram í hagfræði bókmenntum fyrr en árið 1918 þegar Walton Hamilton var með það sem titil á ráðstefnuriti sínu sem var birt úr málsmeðferð árið 1919. Augljóst var að Hamilton var að reyna ná til hagfræðinga með riti sínu í þeim tilgangi að þeir myndu taka upp stofnanaaðferðir. [2]

Hamilton hélt því fram að til þess að eitthvað teljist vera hagfræðikenning þyrfti það að uppfylla fimm skilyrði. Fyrsta skilyrðið er að geta tengt og samræmt ólík svið innan hagfræðinnar, annað skilyrði varðar nýtingu á hagnýtum lausnum til að ná að stjórna eða leysa vandamál í hagkerfinu, þriðja skilyrðið er um stofnanir og hvernig þær eru breytilegar en geta líka verið notaðar til að stýra hagkerfinu, fjórða skilyrðið fjallar um ferli stofnanabreytinga og þróun efnahagslífsins og hvaða áhrif það hefur og hið fimmta snýst um mikilvægi þess að skilja mannlega hegðun. Hamilton taldi að aðeins stofnanahagfræði náði að uppfylla öll þessi skilyrði, við þróun hans á stofnanahagfræði kenningunni nefndi hann H.C. Adam, Charles Horton Cooley, Thorstein Veblen og Wesley Mitchell sem leiðtoga hugmyndinnar. [2]

Í málsmeðferðinni þar sem Hamilton talar um stofnanahagfræði er vinur hans og vinnufélagi Walter Stewart að stýra þinginu. Ein af athugasemdum Stewart var hvernig stofnanaaðferðin og tölfræðiaðferðin væru einu aðferðirnar sem gætu gefið fullnægjandi greiningu á sumum vandamálum. Endalok WW1 hafði mikið til þess að gera með hvernig stofnanahagfræði kom út sem nálgun og tímasetningin á því, þar sem stríðið vakti athygli fólks á mikilvægi hagrannsókna, menntun og stefnumótun og veitti þessi tími veruleg tækifæri til þess að bæta það.[2]

Stofnanahagfræði í dag

[breyta | breyta frumkóða]

Stofnanahagfræði hélt áfram að vera í leiðandi stöðu í bandarískum efnahagsmálum á fyrri hluta 20. aldar, sérstaklega í kringum fyrri heimsstyrjöldina. Hins vegar urðu nýjar kenningar frá öðrum skólum ráðandi í efnahagslífinu eftir seinni heimsstyrjöldina. Keynesísk hagfræði tók við af stofnanahagfræði þegar kom að útskýringum á hagsveiflum og efnahagsstefnum. Auk þess má segja að bæði kenningar keynesískrar og nýklassískrar hagfræði leystu af hólmi margar kenningar stofnanahagfræðinnar, þar sem þessir skólar lögðu áherslu á hagrannsóknir og stærðfræðilegar greiningar, sem urðu sífellt mikilvægari við þróun hagfræðinnar.

Ástæðurnar eru margar. Ein helsta ástæðan var sú að stofnanahagfræðin stóð ekki við þær væntingar sem gerðar voru til hennar, þar sem hún gat ekki nákvæmlega skilgreint eða mælt áhrif sín á efnahagslífið með sama hætti og nýjar kenningar. Þá reyndist stofnanahagfræðin ekki geta þróað kenningar sínar á áhrif félagsfræðinar og tækniþróunar á efnahagslífið fyrir utan það sem Veblen og Commons voru búnir að leggja fram.

Einnig varð félagsfræði sjálfstæð fræðigrein um 1920 og tók með sér ýmis viðfangsefni sem áður höfðu verið lykilatriði í stofnanahagfræði.[3]

Saga hagfræðinnar

John R. Commons

Thorstein Veblen

John R. Commons

  1. 1,0 1,1 1,2 „John R. Commons, "Institutional Economics" (PDF).
  2. 2,0 2,1 2,2 2,3 SAMUELS, WARREN J.; BIDDLE, JEFF E.; DAVIS, JOHN B., ritstjórar (2003), „A Companion to the History of Economic Thought“, A Companion to the History of Economic Thought, Blackwell Publishing Ltd, bls. 360–361, ISBN 978-0-631-22573-7, sótt 21. september 2024
  3. Faccarello, Gilbert; Kurz, Heinz D., ritstjórar (29. júlí 2016). Handbook on the History of Economic Analysis Volume II. Edward Elgar Publishing. ISBN 978-1-78536-736-6.

John R. Commons, “Institutional Economics” (e.d.).http://la.utexas.edu/users/hcleaver/368/368commonsoninstitutionalecontable.pdf

Faccarello, Gilbert; Kurz, Heinz D., ritstjórar (29. júlí 2016). Handbook on the History of Economic Analysis Volume II. Edward Elgar Publishing. ISBN 978-1-78536-736-6.

SAMUELS, WARREN J.; BIDDLE, JEFF E.; DAVIS, JOHN B., ritstjórar (2003), „A Companion to the History of Economic Thought“, A Companion to the History of Economic Thought, Blackwell Publishing Ltd, bls. 360–361, ISBN 978-0-631-22573-7, sótt 21. september 2024