Sjónfæri
Útlit
Sjónfæri eru skynfæri, sem gera lífverum kleyft að greina ljós. Í sumum lífverum hafa sjónfærin þróast í augu, sem eru afar flókin líffæri með linsukerfi og frumum sem greina mismunandi ljóstíðnir, þ.e. liti. Í öðrum lífverum er um að ræða klasa ljósnæmra frumna eða frumulíffæra, sem gera aðeins greinarmun á birtu og myrkri.