Linguine
Linguine er ítölsk pastategund. Linguine er flatt eins og fettuccine og trenette. Það er breiðara en venjulegt spagettí, um það bil 4 mm, en ekki jafn breitt, eins og fettuccine.[1][2] Nafnið linguine merkir „litlar tungur“ á ítölsku.[3] Linguine er stundum kallað trenette eða bavette. Linguettine er þynnri tegund af linguine.[4]
Linguine koma upprunalega frá borginni Genúa í Lígúríuhéraði á Norðvestur-Ítalíu. Linguine alle vongole (linguine með freyjuskel) og Trenette al pesto eru vinsælir réttir þar sem linguine eru notuð.[5]
Þar sem linguine kemur frá strandbæ er það oftast eldað með sjávarfangi eða pestó en ekki með kjöt- og tómatréttum eins og hefðbundið spagettí. Linguine er vanalega gert bæði úr hveiti og heilhveiti en það síðarnefnda er oftast notað á Ítalíu. Linguine er þykkara en venjulegt spagettí og þarf þess vegna lengri eldunartíma.
Heimild
[breyta | breyta frumkóða]- ↑ „Fresh Pasta widths and serving sizes Lasagne sheets and Asian Noodles“. www.cucinafoods.co.nz. Afrit af upprunalegu geymt þann 19. desember 2019. Sótt 11. febrúar 2020.
- ↑ „CNN Food Central - Resources: Pasta Shapes and Sizes“. www.cnn.com. Sótt 11. febrúar 2020.
- ↑ „Definition of LINGUINE“. www.merriam-webster.com (enska). Sótt 11. febrúar 2020.
- ↑ „Linguine & Linguettine“. www.ultimatecookingguide.com. Afrit af upprunalegu geymt þann 19. október 2016. Sótt 11. febrúar 2020.
- ↑ „Linguine“. Pasta Fits (bandarísk enska). 24. ágúst 2018. Sótt 11. febrúar 2020.