Lofthernaður
Útlit
Lofthernaður er samheiti yfir þann hernað sem er háður með fljúgandi farartækjum, og er þá yfirleitt átt við þyrlur, sprengjuflugvélar, orrustuflugvélar og eldflaugar. Auk þess getur flutningaflugvélum verið beitt í hernaðarskyni, svo og loftbelgjum, svifdrekum og jafnvel flugdrekum. Oftast á orðið þó við í þrengri skilningi, það er að vélum sé ganga fyrir eigin vélarafli sé beitt beinlínis til þess að berjast.