Fara í innihald

Heineken

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Heineken Brouwerijen er stór hollenskur ölframleiðandi og var fyrirtækið stofnað 1863 af Gerard Adriaan Heineken í Amsterdam. Með árlega framleiðslu upp á 121,8 mio. hl er Heineken þriðji stærsti ölframleiðandi í heimi og sá stærsti í Evrópu.

Heineken á og rekur fleiri en 130 brugghús í yfir 65 löndum. Bjórinn sem Heineken framleiðir er seldur undir ýmsum merkjum svo sem Cruzcampo, Tiger, Birra Moretti, Amstel, Murphy’s, Star og Heineken.

Heineken var stofnað árið 1863 af hinum 22 ára gamla Gerard Adriaan Heineken þegar hann keypti brugghúsið De Hooiberg (Høstakken) í Amsterdam. Árið 1873 skipti brugghúsið um nafn í Heineken's Bierbrouwerij Maatschappij og árið 1874 var opnað annað brugghús í Rotterdam. Árið 1886 þróaði Dr. H. Elion, sem var einn af lærlingum Pasteur, „Heineken A-gerið“ á rannsóknarstofu Heineken. Þetta ger er að sögn enn lykilhráefni í Heineken-bjór.

Síðari kynslóðir

[breyta | breyta frumkóða]
Fabrikken i Zoeterwoude-Rijndijk

Henry Pierre Heineken, sonur stofnandans, veitti fyrirtækinu forstöðu frá 1917 til 1940 og var að störfum við það til 1951. Undir hans stjórn þróaði Heineken áfram aðferðir við að halda uppi gæðum á sinni stórskalaframleiðslu.

Sonur Henry Pierre, Alfred Henry "Freddy" Heineken, hóf störf við fyrirtækið 1940, og 1971 tók hann við stjórnarformennsku.

Var hann að verulegu leyti drifkrafturinn á bak við áframhaldandi landvinninga Heineken á heimsvísu, og þrátt fyrir að hafa yfirgefið stjórn 1989 hélt hann áfram störfum hjá fyrirtækinu til dauðadags árið 2002. Ennfremur var það Alfred Henry Heineken sem teiknaði merki Heineken og stílaði inn á grænar flöskur.

Um tíma var þó rauða stjarnar í merkinu fjarlægð til að forðast tengingar við kommúnisman.

Árið 1968 sameinaðist Heineken helsta samkeppnisaðila sínum Amstel.

Um tíma hafði Evrópuráðið Heineken og Carlsberg undir grun fyrir ólöglegt samráð með því að hafa gert samkomulag um að láta heimamarkaði hvors annars í friði en lét þó af málinu.