Fara í innihald

Homs

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Mótmæli í Homs árið 2011

Homs (arabíska: حمص‎ Ḥimṣ), áður þekkt sem Emesa (gríska: Ἔμεσα), er borg í Sýrlandi um 162 km norðan við Damaskus. Borgin er höfuðstaður Homshéraðs. Íbúar voru um 650 þúsund árið 2004. Borgin stendur við Orontesfljót. Krosfarakastalinn Krak des Chevaliers stendur nálægt borginni.

Í Sýrlensku borgarastyrjöldinni frá 2011 var Homs lengi höfuðvígi stjórnarandstöðuhópa. Árásir stjórnarhersins á borgina hafa eyðilagt stóran hluta hennar um leið og þúsundir íbúa hafa látið lífið.

  Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.