Daniel Bernoulli
Útlit
Daniel Bernoulli (8. febrúar 1700 í Groningen – 17. mars 1782 í Basel) var svissneskur eðlis– og stærðfræðingur. Hann var sonur Johanns Bernoulli, sem var mikill stærðfræðingur eins og flestir bræður hans. Daniel er þekktastur fyrir útreikninga sína á sviði vökvaaflfræði. Við hann er kennd svokölluð Bernoulli-jafna, sem fjallar um samband hraða og þrýstings í vökvastreymi.