Fara í innihald

Grábrók

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Horft ofan í Grábrókargíg eftir að komið er upp.
Litla Grábrók.
Útsýni frá toppi Grábrókar yfir Grábrókarhraun og Bifröst og Hreðavatn.

Grábrók er um 170 metra hár gjallgígur sem rís upp norðaustan við Hreðavatn. Grábrók er stærst þriggja gíga á stuttri gossprungu. Úr þessum gígum Stóru-Grábrók, Grábrókarfelli (Rauðabrók) og Litlu-Grábrók (Smábrók) rann Grábrókarhraun fyrir um 3400 árum. Hraunið er um 7 km2. Meðalþykktin í borholum er 20 m. Hraunið stíflaði Norðurá og ýtti henni upp að austurhlíðum dalsins. Einnig stíflaði það dalkvosina sem Hreðavatn er nú í og myndaði vatnið. Fallegar lindir koma upp undan hrauninu á nokkrum stöðum. Stærstu lindirnar eru í svokallaðri Paradís eða Paradísarlaut. Gígarnir og Grábrókarhraun hafa verið friðlýst náttúruvætti síðan 1962. Vinsælt er að ganga upp á Grábrók, það er auðveld gönguleið og þangað liggur göngustígur með manngerðum þrepum.

Nálægir staðir

[breyta | breyta frumkóða]
  • „Vesturland.is - Afþreying og staðir“. Sótt 15. júlí 2010.
  • Björn Hróarsson (1994). Á ferð um landið, Borgarfjörður og Mýrar. Mál og menning. ISBN 9979-3-0657-2.
  Þessi Íslandsgrein sem tengist landafræði er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.