Ger
Ger | ||||
---|---|---|---|---|
Ölger (Saccharomyces cerevisiae).
| ||||
Vísindaleg flokkun | ||||
| ||||
Algengar skiptingar | ||||
Ger er vaxtarform heilkjarna örvera sem flokkaðar eru sem hluti af svepparíkinu. Um 1.500 tegundir eru þekktar, sem er um 1% af þekktum sveppategundum.[1][2][3] Ger er helsta sveppategundin sem lifir í sjónum.
Ger er einfrumungur sem hefur þróast frá fjölfruma forfeðrum.[4] Sumar tegundir myndi þræði tengdra knappskota sem eru kallaðir hálfsveppþræðir eða falskir sveppþræðir.[5] Stærð gers er mjög fjölbreytt og ræðst bæði af tegund og umhverfi. Það er oftast 3-4 µm í þvermál, en getur orðið allt að 40 µm.[6] Flest ger fjölga sér kynlaust með mítósu, og mörg þeirra gera það með knappskotum. Hægt er að bera ger saman við myglu sem myndar sveppþræði. Sveppir sem geta myndað bæði þessi vaxtarform (eftir hitastigi eða öðrum aðstæðum) eru sagðir vera tvíbreytnir.
Ölger af tegundinni Saccaromyces cerevisiae hefur verið notað í bakstri og til að framleiða áfengi í þúsundir ára.[7] Það er líka mjög mikilvæg rannsóknartegund í rannsóknum á frumulíffræði.[8] Hvítger (Candida albicans) er tækifærismeinvaldur sem getur valdið sýkingu hjá mönnum. Gerðar hafa verið tilraunir til að nota ger við framleiðslu rafmagns í örveruefnarafli.[9]
Ger myndar hvorki flokkunarfræðilegan né þróunarfræðilegan flokk. Orðið „ger“ er oft notað sem almennt heiti á S. cerevisiae. Sveppir sem teljast til gera koma úr tveimur aðskildum fylkingum annars vegar asksveppa og hins vegar kólfsveppa. Sveppir úr gerabálki (Saccaromycetales) eru kallaðir „eiginlegt ger“.[10]
Tilvísanir
[breyta | breyta frumkóða]- ↑ Molecular Mechanisms in Yeast Carbon Metabolism. The second completely sequenced yeast genome came 6 years later from the fission yeast Schizosaccharomyces pombe, which diverged from S. cerevisiae probably more than 300 million years ago.
- ↑ Kurtzman CP, Fell JW (2006). „Yeast Systematics and Phylogeny—Implications of Molecular Identification Methods for Studies in Ecology“. Biodiversity and Ecophysiology of Yeasts, The Yeast Handbook. Springer.
- ↑ Hoffman CS, Wood V, Fantes PA (október 2015). „An Ancient Yeast for Young Geneticists: A Primer on the Schizosaccharomyces pombe Model System“. Genetics. 201 (2): 403–23. doi:10.1534/genetics.115.181503. PMC 4596657. PMID 26447128.
- ↑ Yong E (16. janúar 2012). „Yeast suggests speedy start for multicellular life“. Nature. doi:10.1038/nature.2012.9810. S2CID 84392827.
- ↑ Kurtzman CP, Fell JW (2005). Gábor P, de la Rosa CL (ritstjórar). Biodiversity and Ecophysiology of Yeasts. The Yeast Handbook. Berlin: Springer. bls. 11–30. ISBN 978-3-540-26100-1.
- ↑ Walker K, Skelton H, Smith K (2002). „Cutaneous lesions showing giant yeast forms of Blastomyces dermatitidis“. Journal of Cutaneous Pathology. 29 (10): 616–618. doi:10.1034/j.1600-0560.2002.291009.x. PMID 12453301. S2CID 39904013.
- ↑ Legras JL, Merdinoglu D, Cornuet JM, Karst F (2007). „Bread, beer and wine: Saccharomyces cerevisiae diversity reflects human history“. Molecular Ecology. 16 (10): 2091–2102. doi:10.1111/j.1365-294X.2007.03266.x. PMID 17498234. S2CID 13157807.
- ↑ Ostergaard S, Olsson L, Nielsen J (2000). „Metabolic Engineering of Saccharomyces cerevisiae“. Microbiology and Molecular Biology Reviews. 64 (1): 34–50. doi:10.1128/MMBR.64.1.34-50.2000. PMC 98985. PMID 10704473.
- ↑ „Bioprocess automation“. Helsinki University of Technology. 2007. Afrit af upprunalegu geymt þann 7 maí 2010. Sótt 15. janúar 2012.
- ↑ „Hvað er gersveppur?“. Vísindavefurinn.