Arnoldo Mondadori Editore
Útlit
Arnoldo Mondadori Editore er stærsta útgáfufyrirtæki Ítalíu með höfuðstöðvar í Segrate í Mílanó. Það var stofnað af Arnoldo Mondadori árið 1907. Það er nú í eigu eignarhaldsfélagsins Fininvest. Mondadori gefur út bækur, dagblöð og tímarit, á hluta í auglýsingamiðluninni Publitalia (ásamt Mediaset) og á að auki fjölda vefmiðla. Útgáfufyrirtækin Einaudi og Edizioni Piemme eru í eigu Mondadori.