Fara í innihald

Amy Coney Barrett

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Amy Coney Barrett
Opinber mynd af Amy Coney Barrett.
Dómari við Hæstarétt Bandaríkjanna
Núverandi
Tók við embætti
27. október 2020
ForveriRuth Bader Ginsburg
Dómari við áfrýjunardómstól 7. umdæmis
Í embætti
2. nóvember 2017 – 27. október 2020
ForveriJohn Daniel Tinder
EftirmaðurThomas Kirsch
Persónulegar upplýsingar
Fædd28. janúar 1972 (1972-01-28) (52 ára)
New Orleans, Louisiana, Bandaríkjunum
ÞjóðerniBandarísk
MakiJesse Barrett (g. 1999)
Börn7
HáskóliNotre Dame, Indiana

Amy Coney Barrett (f. 28. janúar 1972) er bandarískur lögfræðingur og dómari Hæstaréttar Bandaríkjanna. Forseti Bandaríkjanna, Donald Trump, tilnefndi hana í sæti Ruth Bader Ginsburg sem lést 18. september 2020. Barrett er fimmta konan til þess að taka stöðu dómara við Hæstarétt Bandaríkjanna og tók skipun hennar gildi þann 27. október 2020 eftir að þingmenn öldungardeildar Bandaríkjaþings samþykktu hana.[1]

Amy Coney Barrett (f. Amy Vivian Coney) fæddist þann 28. janúar árið 1972 í New Orleans í Louisiana fylki í Bandaríkjunum, elst sjö systkina. Hún sótti háskólanám við lögfræðideild Notre Dame í Indiana og útskrifaðist þaðan með láði árið 1997.[2] Eftir háskólanám, frá 1997 til 1998, starfaði hún við áfrýjunardómstólinn í Columbia fyrir dómarann Laurence Silberman og starfaði síðan undir hæstaréttardómaranum Antonin Scalia á árunum 1998 til 1999 áður en hún færði sig í einkageirann. Árið 2002 hóf hún kennslustörf við lagadeild Notre Dame háskólans og varð prófessor árið 2010 og gegndi hún þeirri stöðu til ársins 2017.[3]

Alríkisáfrýjunardómstóll 7. umdæmis og Hæstiréttur Bandaríkjanna

[breyta | breyta frumkóða]

Árið 2017 var Barrett kjörin í alríkisáfrýjunardómstól 7. umdæmis, að tilnefningu Bandaríkjaforseta, með 55 atkvæðum gegn 43. og tók hún við af John Daniel Tinder sem hætti sökum aldurs. Barrett gegndi þessari stöðu í einungis þrjú ár en þá var hún aftur tilnefnd af Bandaríkjaforseta til nýrrar stöðu, til dómara hæstaréttar.[4] Tilnefning Barrett þótti umdeild vegna íhaldsamra og trúarlegra skoðana hennar á málefnum líkt og réttindum kvenna til þungunarrofs, hjónaböndum samkynhneigðra og rétt skotvopnaeigenda, en einnig vegna þess að útnefning hennar átti sér stað einungis örfáum vikum fyrir næstu forsetakosningar. Demókrötum þótti tíminn of naumur og að sá sem hefur betur í kosningunum ætti að velja staðgengil Ginsburg. Bentu þeir meðal annars á að Barack Obama, forveri Trump, tilnefndi Merrick Garland í sæti Antonin Scalia 237 dögum fyrir síðustu forsetakosningar en repúblikanar töldu næsta forseta eiga að velja dómara og komu því í veg fyrir tilnefninguna.[5]

Tilvísanir

[breyta | breyta frumkóða]
  1. Markús Þ. Þórhallsson (27.10.2020). „Barrett segir lögin alltaf eiga að ráða för“. Ríkisútvarpið. Sótt 27. október 2020.
  2. WSJ Staff (26.09.2020). „Amy Coney Barrett: Views, Opinions and Experience“. Wall Street Journal. Sótt 27. október 2020.
  3. Andrew Kragie (30.09.2020). „How Amy Coney Barrett describes her legal career“. Law 360. Sótt 27. október 2020.
  4. „Judge Amy Coney Barrett: Selected Primary Material“. Congressional Research Service. 28.09.2020. Sótt 27. október 2020.
  5. Róbert Jóhannsson (25.09.2020). „Hin íhaldssama Barrett í sæti Ginsburg“. Ríkisútvarpið. Sótt 27. október 2020.