Fara í innihald

Carmine Giovinazzo

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Carmine Giovinazzo
Carmine Giovinazzo
Carmine Giovinazzo
Upplýsingar
FæddurCarmine Dominick Giovinazzo
24. ágúst 1973 (1973-08-24) (51 árs)
Ár virkur1996 -
Helstu hlutverk
Danny Messer í CSI: NY

Carmine Giovinazzo (fæddur Camine Dominick Giovinazzo, 24. ágúst 1973) er bandarískur leikari sem er þekktastur fyrir hlutverk sitt í CSI: NY sem Danny Messer.

Giovinazzo fæddist í Staten Island, New York í bandaríkjunum og er af ítölskum, norskum og frumbyggja uppruna.

Giovinazzo stundaði nám við Wagner-háskólann.

Giovinazzo ætlaði að verða atvinnumaður í hafnarbolta en alvarleg bakmeiðsli eyðilögðu möguleika hans en með stuðningi fjölskyldu sinnar þá snéri hans sér að leiklistinni.

Giovinazzo spilar á gítar og semur lög og ljóð í frítíma sínum. Hann er aðalsöngvarinn í hljómsveitinni Ceesay.

Giovinazzo giftist leikkonunni Vanessa Marcil 11.júlí 2010, í einkaathöfn í New York.[1]

Fyrsta hlutverk Giovinazzo var í kvikmyndinni Conception (1996), síðan þá hefur hann komið fram í nokkrum kvikmyndum og sjónvarpsþáttum.

Fyrsta hlutverk Giovinazzo í sjónvarpi var í Buffy the Vampire Slayer. Árið 1999 var honum boðið hlutverk í sjónvarpsþættinum Shasta McNasty sem Scott. Árið 2004 var honum boðið hlutverk í sjónvarpsþættinum CSI: NY sem Danny Messer og hefur verið einn af aðalleikurum þáttarins síðan þá.

Giovinazzo hefur verið í kvikmyndum á borð við: For Love of the Game, Black Hawk Down og In Enemy Hands.

Hann hefur komið fram sem gestaleikari í sjónvarpsþáttum á borð við: Providence, UC: Undercover og The Guardian.

Giovinazzo hefur leikið í öllum þrem CSI þáttunum: persóna hans var kynnt í CSI: Miami, var gestaleikari í CSI: Crime Scene Investigation árið 2002, áður en hann var ráðinn í CSI: NY.

Kvikmyndir og sjónvarp

[breyta | breyta frumkóða]
Kvikmyndir
Ár Kvikmynd Hlutverk Athugasemd
1996 Conception Billy
1996 No Way Home Frankie Hamm
1997 Locomotive Russ
1998 Billy´s Hollywood Screen Kiss Gundy sem Carmine D. Giovinazzo
1998 Fallen Arches Frankie Romano sem Carmine D. Giovinazzo
1999 The Big Brass Ring Ungur Billy
1999 For Love of the Game Ken Strout sem Carmine D. Giovinazzo
2000 Terror Tract Frank Sarno
2001 The Learning Curve Paul Cleveland
2001 Black Hawk Down Goodale
2003 Pledge of Allegiance Frankie
2004 In Enemy Hands Buck Cooper
2009 This Is Not A Test Trey
2011 Duke Í frumvinnslu
Sjónvarp
Ár Titill Hlutverk Athugasemd
1997 Buffy the Vampire Slayer Drengur Þáttur: Welcome to the Hellmouth
sem Carmine D. Giovinazzo
1997 Pacific Blue Cody Fisher Þáttur: Matters of the Heart
sem Carmine D. Giovinazzo
1999 Providence Kit Þáttur: Heaven Can Wait
1999-2000 Shasta McNasty Scott 22 þættir
2001 UC: Undercover C.C. Peters Þáttur: Nobody Rides for Free
2002 Big Shot: Confessions of a Campus Bookie T-Bone Sjónvarpsmynd
2002 CSI: Crime Scene Investigation Thumpy G Þáttur: Revenge Is Best Served Cold
2003 Platonically Incorrect ónefnt hlutverk Sjónvarpsmynd
2003 Columbo Tony Galper Þáttur: Columbo Likes the Nightlife
2003 The Guardian Glen Lightstone Þáttur: The Line
2004 CSI: Miami Danny Messer Þáttur: MIA/NYC Nonstop
2004- Danny Messer CSI: NY 162 þættir

Tilvísanir

[breyta | breyta frumkóða]
  1. „Actress Vanessa Marcil Weds CSI NY Star!“. UsMagazine.com.