Carmine Giovinazzo
Carmine Giovinazzo | |
---|---|
Upplýsingar | |
Fæddur | Carmine Dominick Giovinazzo 24. ágúst 1973 |
Ár virkur | 1996 - |
Helstu hlutverk | |
Danny Messer í CSI: NY |
Carmine Giovinazzo (fæddur Camine Dominick Giovinazzo, 24. ágúst 1973) er bandarískur leikari sem er þekktastur fyrir hlutverk sitt í CSI: NY sem Danny Messer.
Einkalíf
[breyta | breyta frumkóða]Giovinazzo fæddist í Staten Island, New York í bandaríkjunum og er af ítölskum, norskum og frumbyggja uppruna.
Giovinazzo stundaði nám við Wagner-háskólann.
Giovinazzo ætlaði að verða atvinnumaður í hafnarbolta en alvarleg bakmeiðsli eyðilögðu möguleika hans en með stuðningi fjölskyldu sinnar þá snéri hans sér að leiklistinni.
Giovinazzo spilar á gítar og semur lög og ljóð í frítíma sínum. Hann er aðalsöngvarinn í hljómsveitinni Ceesay.
Giovinazzo giftist leikkonunni Vanessa Marcil 11.júlí 2010, í einkaathöfn í New York.[1]
Ferill
[breyta | breyta frumkóða]Fyrsta hlutverk Giovinazzo var í kvikmyndinni Conception (1996), síðan þá hefur hann komið fram í nokkrum kvikmyndum og sjónvarpsþáttum.
Fyrsta hlutverk Giovinazzo í sjónvarpi var í Buffy the Vampire Slayer. Árið 1999 var honum boðið hlutverk í sjónvarpsþættinum Shasta McNasty sem Scott. Árið 2004 var honum boðið hlutverk í sjónvarpsþættinum CSI: NY sem Danny Messer og hefur verið einn af aðalleikurum þáttarins síðan þá.
Giovinazzo hefur verið í kvikmyndum á borð við: For Love of the Game, Black Hawk Down og In Enemy Hands.
Hann hefur komið fram sem gestaleikari í sjónvarpsþáttum á borð við: Providence, UC: Undercover og The Guardian.
Giovinazzo hefur leikið í öllum þrem CSI þáttunum: persóna hans var kynnt í CSI: Miami, var gestaleikari í CSI: Crime Scene Investigation árið 2002, áður en hann var ráðinn í CSI: NY.
Kvikmyndir og sjónvarp
[breyta | breyta frumkóða]Kvikmyndir | |||
---|---|---|---|
Ár | Kvikmynd | Hlutverk | Athugasemd |
1996 | Conception | Billy | |
1996 | No Way Home | Frankie Hamm | |
1997 | Locomotive | Russ | |
1998 | Billy´s Hollywood Screen Kiss | Gundy | sem Carmine D. Giovinazzo |
1998 | Fallen Arches | Frankie Romano | sem Carmine D. Giovinazzo |
1999 | The Big Brass Ring | Ungur Billy | |
1999 | For Love of the Game | Ken Strout | sem Carmine D. Giovinazzo |
2000 | Terror Tract | Frank Sarno | |
2001 | The Learning Curve | Paul Cleveland | |
2001 | Black Hawk Down | Goodale | |
2003 | Pledge of Allegiance | Frankie | |
2004 | In Enemy Hands | Buck Cooper | |
2009 | This Is Not A Test | Trey | |
2011 | Duke | Í frumvinnslu | |
Sjónvarp | |||
Ár | Titill | Hlutverk | Athugasemd |
1997 | Buffy the Vampire Slayer | Drengur | Þáttur: Welcome to the Hellmouth sem Carmine D. Giovinazzo |
1997 | Pacific Blue | Cody Fisher | Þáttur: Matters of the Heart sem Carmine D. Giovinazzo |
1999 | Providence | Kit | Þáttur: Heaven Can Wait |
1999-2000 | Shasta McNasty | Scott | 22 þættir |
2001 | UC: Undercover | C.C. Peters | Þáttur: Nobody Rides for Free |
2002 | Big Shot: Confessions of a Campus Bookie | T-Bone | Sjónvarpsmynd |
2002 | CSI: Crime Scene Investigation | Thumpy G | Þáttur: Revenge Is Best Served Cold |
2003 | Platonically Incorrect | ónefnt hlutverk | Sjónvarpsmynd |
2003 | Columbo | Tony Galper | Þáttur: Columbo Likes the Nightlife |
2003 | The Guardian | Glen Lightstone | Þáttur: The Line |
2004 | CSI: Miami | Danny Messer | Þáttur: MIA/NYC Nonstop |
2004- | Danny Messer | CSI: NY | 162 þættir |
Tilvísanir
[breyta | breyta frumkóða]- ↑ „Actress Vanessa Marcil Weds CSI NY Star!“. UsMagazine.com.
Heimildir
[breyta | breyta frumkóða]- Fyrirmynd greinarinnar var „Carmine Giovinazzo“ á ensku útgáfu Wikipedia. Sótt 09. apríl 2011.
- Carmine Giovinazzo á IMDb
Tenglar
[breyta | breyta frumkóða]- Carmine Giovinazzo á IMDb
- http://www.cbs.com/primetime/csi_ny/bio/carmine_giovinazzo/bio.php Geymt 6 mars 2009 í Wayback Machine Carmine Giovinazzo á heimasíðu CSI: NY á CBS
- http://csinywiki.cbs.com/page/Carmine+Giovinazzo Geymt 17 janúar 2008 í Wayback Machine CSI:NY Wiki Carmine Giovinazzo á CSI-Wikisíðu CBS
- http://www.ceesau.com Geymt 10 desember 2009 í Wayback Machine Heimasíða hljómsveitarinnar Ceesau