Fara í innihald

458

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Árþúsund: 1. árþúsundið
Aldir:
Áratugir:
Ár:

Árið 458 (CDLVIII í rómverskum tölum)

  • 3. júlí - Anatolíus, patríarki í Konstantínópel deyr og Gennadíus 1. tekur við af honum.
  • Majoríanus, vestrómverskur keisari, hefur byggingu flota með það fyrir augum að gera innrás í ríki Vandala í norður-Afríku.
  • Majoríanus leiðir vestrómverska herinn til sigurs gegn Vandölum í orrustu eftir að hinir síðarnefndu höfðu gert strandhögg í Campaníu á suður-Ítalíu. Vestrómverjar sökkva skipum Vandala og endurheimta stóran ránsfeng.
  • Majoríanus sigrar Vestgota í orrustu við Arelate (núverandi Arles) og þvingar Gotana til þess að gerast bandamenn (foederati) Vestrómverska ríkisins á ný.
  • Majoríanus sigrar Búrgúnda í orrustu við Lugdunum (núverandi Lyon).
  • Childerik 1. verður konungur salísku Franka eftir dauða föður síns, Merovechs (áætluð dagsetning).
  • Anatolíus, patríarki í Konstantínópel.
  • Merovech, konungur Franka (áætluð dagsetning).