Þreskivél
Þreskivél er vél sem notuð er við uppskerustörf. Vélin klippir kornstöngla, hristir kornið úr og sigtar það. Vélin færir svo stönglana (hálminn) og skilar þeim út sem görðum eða kögglum. Fremst á vélinni er ljár sem klippir kornstönglana og búnaður sem færir stönglana upp í vélina. Þar er þreskibúnaður með þreskli sem slær korn úr öxunum. Þau falla svo í gegnum þreskihvelfu og aðskiljast þannig frá hálminum. Hálmurinn er svo hristur aftur til að ná öllu korni úr og hann fellur svo aftan úr vélinni. Korninu er safnað á kornplötu og fer þaðan í gegnum sáld með loftstreymi frá viftu sem blæs svo hálmleifum, rusli og kuski aftan úr vélinni. Fullhreinsað korn er svo flutt í korngeymi. Þreskivélar eru notaðar við uppskeru á hveiti, höfrum, rúgi, byggi, maís, sojabaunum og hör.
Skýringar | |||||
---|---|---|---|---|---|
1 | Sópvinda | 11 | Efra sáld | ||
2 | Ljár | 12 | Neðra sáld | ||
3 | Færisnigill | 13 | hratsnigill | ||
4 | Færistokkur | 14 | hratvinnsla? | ||
5 | Steinafella | 15 | Kornsnigill | ||
6 | Þreskivölur | 16 | Korngeymir | ||
7 | Þreskihvelfa | 17 | Hálmsaxari | ||
8 | Hálmhristill | 18 | Stýrishús | ||
9 | Kornplata | 19 | Hreyfill | ||
10 | Vifta | 20 | Hlíf | 21 | Hálmvinda |
Heimild
[breyta | breyta frumkóða]- Lárus Pétursson: Kornskurðarvélar Geymt 4 mars 2016 í Wayback Machine