Fara í innihald

Ölfus

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Sjá einnig Sveitarfélagið Ölfus

Ölfus er landssvæði í Sveitafélaginu Ölfus sem afmarkast af Ölfusá í austri og Hellisheiði í vestri. Austast einkennist landið af mýrum og dælum, en í vestri eru fjöll, Núpafjall, Reykjafjall og Hellisheiðin. Í Ölfusi hefur frá fornu fari verið stundaður mikill landbúnaður en þó hefur áhersla á landbúnað minnkað hin síðari ár. Hefur það færist í vöxt að íbúarnir vinni til dæmis í Reykjavík eða á Selfossi. Sem dæmi má nefna að nú er aðeins eitt myndarlegt kúabú starfrækt í Ölfusi (Hvammur) en þau voru fjölmörg hér á árum áður. Þéttbýlisstaðirnir Hveragerði, Þorlákshöfn og Árbæjarhverfi teljast til Ölfuss þó Hveragerði sé sér sveitarfélag. Á árinu 2011 fékk Ölfus úthlutuðu sérstöku póstnúmeri, 816, til aðgreiningar frá öðrum svæðum Suðurlands.

  Þessi Íslandsgrein sem tengist landafræði er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.