Fara í innihald

Ögn

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Punktar eru oft notaðir til að tákna agnir
Þessi grein fjallar um eðlisfræðilega hugtakið. Um íslenska kvenmannsnafnið, sjá Ögn (nafn).

Ögn eða eind er í eðlisfræði smár hlutur sem getur haft nokkra eðlisþætti eins og til dæmis rúmmál eða massa. Það sem má kalla ögn ræðst af aðstæðunum, það er að segja ef hlutur er lítill eða ómerkilegur miðaður við aðra, eða ef einkenni og uppbygging hlutsins skipta ekki máli, þá má kalla hann ögn. Til dæmis geta sandkorn á strönd verið talin agnir út af því að smæð eins sandkorns (sirka 1 mm) er óveruleg miðuð við stærð strandarinnar og einkenni einstaka sandkorna skipta ekki mál þegar um er að ræða ströndina. Hins vegar myndi sandkorn ekki vera kallað ögn ef það er miðað við t.d. frumeind. Ögn getur haft rafhleðslu og kallast þá hlaðin ögn.

Fræðigrein sem fjallar um agnir heitir agnaeðlisfræði.

  Þessi eðlisfræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.