Pegasus (stjörnumerki)
Útlit
Pegasus eða Vængfákurinn er stjörnumerki á norðurhimni, rétt ofan við miðbaug himins. Hann var nefndur eftir vængjaða hestinum Pegasosi í grískri goðafræði. Pegasus er eitt af 48 stjörnumerkjum fornaldar sem Kládíus Ptólmæos lýsti.
Bjartasta stjarnan í stjörnumerkinu er rauðguli reginrisinn Enif sem er við snoppu hestsins.