Fara í innihald

X-ið

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

X-ið 977 er útvarpsstöð í eigu Sýn sem spilar mestmegnis rokktónlist. X-ið fór fyrst í loftið í nóvember 1993. Fyrstu tónlistastjórar stöðvarinnar voru Sigmar Guðmundsson og Björn Baldvinsson. Stöðin var stofnuð af félaginu Aflvakinn hf. sem rak fyrir Aðalstöðina.[1]

Funkþátturinn

[breyta | breyta frumkóða]

Funkþátturinn fjallar um raftónlist. Hann fór fyrst í loftið í sömu viku og útvarpsstöðin var stofnuð. Fyrsti stjórnandi þáttarins var Þorsteinn Hreggviðsson (einnig þekktur sem Þossi) en árið 1998 tók Baldur Ingi Baldursson við þættinum. Snemma árs 2008 bættist Sveinbjörn Pálsson við sem meðstjórnandi þáttarins. Haustið 2011 bættist Símon Guðmundsson við hóp stjórnanda þáttarins.

90's þátturinn Sonic spilaði eingöngu tónlist frá 10. áratugnum, þ.e. frá 1990, til og með 1999. Þátturinn hóf göngu sína 12. júní 2009 og sendi út sinn síðasta þátt þann 22. mars 2011. Stjórnendur 90's þáttarins Sonic voru Haraldur Leví Gunnarsson og Jón Þór Ólafsson.

Harmageddon

[breyta | breyta frumkóða]

Harmageddon er viðtals- og umræðuþáttur sem var á X-inu frá árinu 2008 og hélt þar áfram þar til loka 2021. Frá 2022 varð þátturinn hlaðvarpsþáttur með áskrift. Stjórnendur þáttarins voru Frosti Logason og Þorkell Máni Pétursson.

Frá og með 2023 hélt Frosti áfram með þáttinn á hlaðvarpinu Brotkast.is.

Tilvísanir

[breyta | breyta frumkóða]