Unnur Birna Vilhjálmsdóttir
Útlit
Unnur Birna Vilhjálmsdóttir (f. 25. maí 1984) er íslensk fegurðardrottning og lögfræðingur. Hún vann keppnina Ungfrú heimur í borginni Sanya í Kína þann 10. desember 2005.
Unnur Birna starfaði um tíma sem danskennari í dansskóla Birnu Björnsdóttur og er mikil áhugamanneskja um dans en önnur áhugamál eru m.a. hestar og snjóbretti. Unnur krýndi næstu ungfrú heim þegar keppnin var haldin í Póllandi í september 2006 og snéri að því loknu að laganámi sínu á nýjan leik en hún gerði hlé á náminu er hún var krýnd Ungfrú heimur. Hún lauk ML-námi í lögfræði frá Háskólanum í Reykjavík og starfar nú sem héraðsdómslögmaður á Íslensku lögfræðistofunni.[1]
Árið 2009 lék hún í kvikmyndinni Jóhannes.
Tilvísanir
[breyta | breyta frumkóða]- ↑ Vb.is, „Unnur Birna hefur störf“ (skoðað 15. júlí 2019)