Thorvaldsensfélagið
Thorvaldsensfélagið er elsta íslenska kvenfélagið í Reykjavík, stofnað 19. nóvember 1875. Það hefur frá stofnun verið virkt í góðgerðarstarfsemi ýmiskonar.
Saga
[breyta | breyta frumkóða]
Nöfn 23 kvenna voru skráð í fundargerðarbók
|
Margar þeirra ungu kvenna sem komu að stofnun félagsins voru vel menntaðar, komu úr efnuðum bakgrunni. Árið 1877 var Handavinnuskóli Thorvaldsensfélagsins stofnaður og þar kenndu félagskonur í sjálfboðavinnu stúlkum á aldrinum 7-14 ára að sauma og prjóna. Þessi skóli var starfræktur allt til ársins 1904 er farið var að kenna þessar greinar í Barnaskóla Reykjavíkur. Einnig ráku félagskonur í tvö ár skóla á sunnudögum, en hann var ætlaður eldri stúlkum og þar voru kenndar bóklegar greinar.[1]
Á síðari hluta 20. aldar hefur félagið meðal annars stutt barnadeildina sem var á Landakoti og síðar á Landspítalanum í Fossvogi til tækjakaupa.[2]
Tilvísanir
[breyta | breyta frumkóða]- ↑ „Stofnun Thorvaldsensfélagsins“. Afrit af upprunalegu geymt þann 12. apríl 2011. Sótt 8. júlí 2011.
- ↑ Thorvaldsensfélagið 125 ára, grein í Morgunblaðinu 18. nóvember, 2000