Fara í innihald

Thorvaldsensfélagið

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Thorvaldsensfélagið er elsta íslenska kvenfélagið í Reykjavík, stofnað 19. nóvember 1875. Það hefur frá stofnun verið virkt í góðgerðarstarfsemi ýmiskonar.

Nöfn 23 kvenna voru skráð í fundargerðarbók
félagsins sem stofnendur félagsins:

  1. Marie Thomsen,
  2. Lucinda Bernhöft,
  3. Þóra Pétursson,
  4. Kirstín Guðjohnsen,
  5. Þórunn Stephensen,
  6. Þórunn Jónassen,
  7. Anna Biering,
  8. Kristiana Thomsen,
  9. Ólavía Randrup,
  10. Jóhanna Jónsdóttir,
  11. Anna Melsted,
  12. Þóra Jónsdóttir,
  13. María Finsen,
  14. Emelie Siemsen,
  15. Carolina Siemsen,
  16. Rósa Siemsen,
  17. Elisabeth Zimsen,
  18. Rannveig Sivertsen,
  19. Jarþrúður Jónsdóttir
  20. Guðlaug Jensdóttir,
  21. Þóra Johnsen,
  22. Elín Thorsteinssen,
  23. Inger Johnsen

Margar þeirra ungu kvenna sem komu að stofnun félagsins voru vel menntaðar, komu úr efnuðum bakgrunni. Árið 1877 var Handavinnuskóli Thorvaldsensfélagsins stofnaður og þar kenndu félagskonur í sjálfboðavinnu stúlkum á aldrinum 7-14 ára að sauma og prjóna. Þessi skóli var starfræktur allt til ársins 1904 er farið var að kenna þessar greinar í Barnaskóla Reykjavíkur. Einnig ráku félagskonur í tvö ár skóla á sunnudögum, en hann var ætlaður eldri stúlkum og þar voru kenndar bóklegar greinar.[1]

Á síðari hluta 20. aldar hefur félagið meðal annars stutt barnadeildina sem var á Landakoti og síðar á Landspítalanum í Fossvogi til tækjakaupa.[2]

Tilvísanir

[breyta | breyta frumkóða]
  1. „Stofnun Thorvaldsensfélagsins“. Afrit af upprunalegu geymt þann 12. apríl 2011. Sótt 8. júlí 2011.
  2. Thorvaldsensfélagið 125 ára, grein í Morgunblaðinu 18. nóvember, 2000