Fara í innihald

Sambandslýðveldi

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Sambandslýðveldi er sambandsríki þar sem stjórnarfarið er í formi lýðveldis.[1] Bókstafleg grunnmerking hugtaksins lýðveldis á við ríki sem stýrt er af kjörnum fulltrúum og kjörnum þjóðhöfðingja (til dæmis forseta) fremur en af konungi eða drottningu.

Í sambandslýðveldi er ríkisvaldinu dreift milli alríkisstjórnarinnar og ríkisstjórna sambandslandanna. Sérhvert sambandslýðveldi hagar valddreifingunni á sinn hátt en yfirleitt eru sameiginleg málefni á borð við öryggis- og varnarmál og peningastefnu í verkahring alríkisins. Stjórnir sambandslandanna og sveitarfélaganna sjá gjarnan um málefni á borð við viðhald innviða og menntastefnu. Skiptar skoðanir eru þó um það hvaða málefni ættu að lúta stjórn alríkisstjórna og sambandslönd hafa yfirleitt nokkra stjórn í málefnum sem ekki lúta lögsögu alríkisins. Andstæðan við sambandslýðveldi er því einingarlýðveldi þar sem ríkisstjórn alls landsins nýtur fullveldis í öllum pólitískum málefnum. Ómiðstýrðara stjórnarfar sambandslýðvelda er algengt í fjölmennum ríkjum.[2] Í flestum sambandslýðveldum er skipting ríkisvaldsins milli stjórna alríkis og sambandsríkjanna formfest í ritaðri stjórnarskrá.

Pólitískur munur á sambandslýðveldum og öðrum sambandsríkjum, sér í lagi konungsríkjum sem lúta sambandsstjórn, felst gjarnan í lagabókstaf fremur en í verulegum stjórnarfarslegum mun þar sem flest sambandsríki lúta lýðræðislegu stjórnarfari, að minnsta kosti að nafninu til. Sumar sambandsstjórnir í einveldisríkjum, til dæmis Sameinuðu arabísku furstadæmin, byggjast þó ekki á lýðræðislegu stjórnarfari.

Sambandslýðveldi í dag

[breyta | breyta frumkóða]
Sambandsríki Opinbert heiti Stjórnsýslueiningar Þjóðhöfðingi
Fáni Argentínu Argentína Argentínska lýðveldið Sjálfsstjórnarhéruð og ein sjálfsstjórnarborg Forseti
Fáni Austurríkis Austurríki[3] Lýðveldið Austurríki Sambandsríki Forseti
Fáni Bandaríkjana Bandaríkin[4] Bandaríki Ameríku 50 fylki eða ríki, hundruð þjóðflokkaeininga, eitt alríkisumdæmi og nokkur yfirráðasvæði Forseti
Fáni Bosníu og Hersegóvínu Bosnía og Hersegóvína[5] Bosnía og Hersegóvína Einingar, kantónur og eitt alríkisumdæmi Forsetaráð
Fáni Brasilíu Brasilía[6] Sambandslýðveldið Brasilía Sveitarfélög, fylki og eitt alríkisumdæmi[7] Forseti
Fáni Eþíópíu Eþíópía[8] Sambandslýðstjórnarlýðveldið Eþíópía Héruð Forseti
Fáni Indlands Indland[9] Lýðveldið Indland Fylki og alríkishéruð Forseti
Fáni Íraks Írak Lýðveldið Írak Landstjóraumdæmi Forseti
Fáni Kamerún Kómorur Kómorsambandið Eyjar Forseti
Fáni Mexíkós Mexíkó[10] Mexíkóska ríkjasambandið Fylki og ein sjálfsstjórnarborg Forseti
Fáni Míkrónesíu Míkrónesía Sambandsríki Míkrónesíu Fylki Forseti
Fáni Nepal Nepal[11] Sambandslýðstjórnarlýðveldið Nepal Héruð Forseti
Fáni Nígeríu Nígería[12] Sambandslýðveldið Nígería Hefðbundin fylki, fylki og eitt alríkisumdæmi Forseti
Fáni Pakistan Pakistan[13] Íslamska lýðveldið Pakistan Héruð, sjálfsstjórnarsvæði og alríkissvæði Forseti
Fáni Rússlands Rússland[14] Rússneska sambandsríkið Sjálfstjórnarlýðveldi Forseti
Fáni Sómalías Sómalía Sambandslýðveldið Sómalía Sambandshéruð Forseti
Fáni Suður-Súdan Suður-Súdan Lýðveldið Suður-Súdan Fylki Forseti
Fáni Súdan Súdan Lýðveldið Súdan Fylki Forseti
Fáni Sviss Sviss[15] Svissneska ríkjasambandið Kantónur Alríkisráð
Fáni Venesúela Venesúela[16] Bólivarska lýð­veldið Ven­esúela Fylki, eitt höfuðborgarumdæmi og nokkur alríkisumdæmi Forseti
Fáni Þýskalands Þýskaland[17] Sambandslýðveldið Þýskaland Sambandslönd Forseti

Fyrrum sambandslýðveldi

[breyta | breyta frumkóða]
Sambandsríki Opinbert heiti Tímabil Stjórnsýslueiningar
Hollenska lýðveldið Lýðveldi sjö sameinaðra Niðurlanda 1581–1795 Héruð
Stóra-Kólumbía Lýðveldið Kólumbía
Bandaríki Kólumbíu
1819–1831
1863–1886
Fylki
Sambandslýðveldi Mið-Ameríku Hin sameinuðu héruð Mið-Ameríku
Sambandslýðveldi Mið-Ameríku
1823–1838
Fáni Mexíkós Mexíkó Bandaríki Mexíkó 1824–1835
Kína Lýðveldið Kína 1912–1928 Héruð
Fjallalýðveldið Norður-Kákasus Bandalag fjallaþjóða Kákasus 1917–1922
1989–2000
Lýðveldi
Fáni Þýskalands Þýskaland Þýska ríkið 1919–1933 Fylki
Fáni Austur-Þýskalands Austur-Þýskaland Alþýðulýðveldið Þýskaland 1949–1952 Fylki
Rússneska sovétlýðveldið Rússneska sósíalíska sovét-sambandslýðveldið 1917–1991 Alríkisumdæmi
Fáni Sovétríkjanna Sovétríkin Sambandsríki sósíalískra sovétlýðvelda 1922–1991 Lýðveldi
Fáni Júgóslavíu Júgóslavía[18] Alþýðlega sambandslýðveldið Júgóslavía
Sósíalíska sambandslýðveldið Júgóslavía
1945–1992 Lýðveldi
Serbía og Svartfjallaland Sambandslýðveldið Júgóslavía
Ríkjasamband Serbíu og Svartfjallalands
1992–2006 Lýðveldi
Búrma Bandalagið Búrma 1948–1962 Fylki
Fáni Indónesíu Indónesía Lýðveldi bandaríkja Indónesíu 1949–1950 Fylki
Kongó-Léopoldville Lýðveldið Kongó 1960–1964
Kamerún Sambandslýðveldið Kamerún 1961–1972
Suður-Afríka Suður-afríska sambandsríkið 1961–1994
Fáni Tansaníu Tansanía Sameinaða lýðveldið Tansanía 1964–1965
Fáni Tékklands Tékkóslóvakía[18] Tékkóslóvakíska sósíalistalýðveldið
Tékkneska og slóvakíska sambandslýðveldið
1969–1990
1990–1992
Lýðveldi

Tilvísanir

[breyta | breyta frumkóða]
  1. „republic“.
  2. Forum of Federations: [1], Schram, Sanford. Handbook of Federal Countries: United States, pg 373–391, 2005.
  3. CIA World Factbook: Austria, 14. maí 2021
  4. CIA World Factbook: United States, 14. maí 2021
  5. CIA World Factbook: Bosnia and Herzegovina, 14. maí 2021
  6. CIA World Factbook: Brazil, 14. maí 2021
  7. „http://www.planalto.gov.br/ccivil_03/Constituicao/Constitui%C3%A7ao.htm“. planalto.gov.br. Afrit af upprunalegu geymt þann 13. desember 2007. Sótt 4. maí 2018.
  8. CIA World Factbook: Ethiopia, 14. maí 2021
  9. CIA World Factbook: India, 14. maí 2021
  10. CIA World Factbook: Mexico, 14. maí 2021
  11. CIA World Factbook: Nepal, 14. maí 2021
  12. CIA World Factbook: Nigeria, 14. maí 2021
  13. CIA World Factbook: Pakistan, 14. maí 2021
  14. „Text of the Russian constitution in English“. Constituteproject.org.
  15. CIA World Factbook: Switzerland, 14. maí 2021
  16. CIA World Factbook: Venezuela, 14. maí 2021
  17. CIA World Factbook: Germany, 14. maí 2021
  18. 18,0 18,1 „The CIA World Factbook officially dated October 15, 1991“. Afrit af upprunalegu geymt þann 11. maí 2011. Sótt 5. febrúar 2011.