Karim Benzema
Karim Benzema | ||
Upplýsingar | ||
---|---|---|
Fullt nafn | Karim Mostafa Benzema | |
Fæðingardagur | 12. júlí 1987 | |
Fæðingarstaður | Lyon, Frakkland | |
Hæð | 1,85 m | |
Leikstaða | Framherji | |
Núverandi lið | ||
Núverandi lið | Al-Ittihad | |
Númer | 9 | |
Yngriflokkaferill | ||
1995-1997 1997-2005 |
SC Bron Olympique Lyonnais | |
Meistaraflokksferill1 | ||
Ár | Lið | Leikir (mörk) |
2004-2006 | Olympique Lyonnais B | 20 (15) |
2004-2009 | Olympique Lyonnais | 112 (43) |
2009-2023 | Real Madrid | 438 (237) |
2023- | Al-Ittihad | () |
Landsliðsferill | ||
2004 2004-2005 2005-2006 2006 2007-2022 |
Frakkland U17 Frakkland U18 Frakkland U19 Frakkland U21 Frakkland |
4 (1) 17 (4) 9 (5) 5 (0) 97 (37) |
1 Leikir með meistaraflokkum og mörk |
Karim Benzema er franskur knattspyrnumaður af alsírskum uppruna sem spilar fyrir sádíska liðið Al-Ittihad. Honum er lýst sem sterkum framherja sem hefur mikla getu til að ljúka færum inni í vítateig. Benzema hóf ferilinn í heimaborg sinni Lyon. Tímabilið 2007-2008 var hann orðinn fastamaður og skoraði yfir 30 mörk þegar Olympique Lyonnaise vann sinn 7. titil í röð.
Benzema vakti áhuga Real Madrid og hefur verið hjá liðinu frá 2009. Hann hefur unnið deildina fjórum sinnum (2011–12, 2016–17, 2019–20 og 2021-2022), Copa del Rey tvisvar 2010–11, 2013–14 og Meistaradeild Evrópu fimm sinnum mað félaginu (2013–14, 2015–16, 2016–17, 2017–18 og 2021-2022). Hann hefur skorað tæplega 500 mörk í öllum keppnum og er 3. markahæsti og 6. leikjahæsti í Meistaradeild Evrópu og í 5. sæti yfir markahæstu menn í La Liga. Í byrjun 2022 skoraði Benzema sitt 300. mark fyrir Real Madrid og síðar á árinu varð hann annar markahæsti leikmaður félagsins þegar hann tók fram úr Raúl. Hann vann Ballon d'Or það ár.
Eftir 14 ár hjá Real fór Benzema til Al-Ittihad í Sádi-Arabíu.
Eftir margra ára hlé frá landsliði Frakklands var Benzema valinn í hópinn fyrir EM 2021. Hann hætti með landsliðinu 2022.
Í október 2021, í réttarhöldunum í Mathieu Valbuena-kynlífsmyndbandsmálinu, var Benzema dæmdur í tíu mánaða skilorðsbundinn fangelsisdóm og gert að greiða 75.000 evra sekt.