Griporð
Útlit
Griporð nefnist það þegar fyrsta orði næstu síðu er bætt við neðst á bókarsíðu. Hlutverk þess er að aðstoða bókbindarann í því að raða saman síðunum í rétta röð.
Það nýtist einnig þeim sem lesa efnið upphátt á meðan þeir fletta á næstu síðu. Þetta var mikið notað fyrr á tímum í prentlistinni en hefur ekki sést síðustu áratugi, einkum sökum aukinnar sjálfvirkni í prentiðnaði.