Eyjólfur Jónsson (sundkappi)
Útlit
Jón Eyjólfur Jónsson (f. 18. maí 1925 - d. 29. nóvember 2007) í Reykjavík) kallaður Eyjólfur sundkappi var íslenskur lögreglumaður og íþróttamaður sem vakti mikla athygli á 6. áratug 20. aldar fyrir ýmis sjósund, svo sem Drangeyjarsund 1957, frá Reykjavík til Akraness 1958, frá Reykjavík til Hafnarfjarðar og Vestmannaeyjasund 1959 og frá Hrísey til Dalvíkur 1960. Hann gerði einnig þrjár tilraunir til að synda yfir Ermarsund, fyrstur Íslendinga, en varð frá að hverfa í öll skiptin.
Eyjólfur var auk þess einn af aðalhvatamönnum að stofnun íþróttafélagsins Þróttar þar sem hann var gerður að heiðursfélaga 1989.
Ævisaga hans, skrifuð af Jóni Birgi Péturssyni, kom út árið 2004.
Ítarefni
[breyta | breyta frumkóða]- Jón Birgir Pétursson, Eyjólfur Sundkappi: Ævintýraleg saga drengs af Grímstaðaholtinu, Reykjavík, Almenna bókafélagið, 2004