30. ágúst
dagsetning
Júl – Ágúst – Sep | ||||||
Su | Má | Þr | Mi | Fi | Fö | La |
1 | 2 | 3 | ||||
4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 |
11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 | 17 |
18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 | 24 |
25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 | 31 |
2024 Allir dagar |
30. ágúst er 242. dagur ársins (243. á hlaupári) samkvæmt gregoríska tímatalinu. 123 dagar eru eftir af árinu.
Atburðir
breyta- 257 - Sixtus 2. varð páfi.
- 1720 - Jón Vídalín Skálholtsbiskup andaðist 54 ára gamall á leið norður Kaldadal, er hann var kominn þar sem nú heitir Biskupsbrekka til minningar um þennan atburð.
- 1779 - Í Kaupmannahöfn stofnuðu Íslendingar Hið íslenska lærdómslistafélag og var Jón Eiríksson forseti þess. Markmiðið var að fræða Íslendinga um bústjórn og bæta vísindaþekkingu þeirra og bókmenntasmekk. Félagið starfaði til 1796.
- 1874 - Haldin var önnur þjóðhátíð í Reykjavík í besta veðri, en mörgum þótti sú sem fyrr var haldin í mánuðinum hafa tekist verr en skyldi.
- 1919 - Maurice Ralph Hilleman fæddur. Hann var bandarískur örverufræðingur sem sérhæfði sig í bólusetningum. Hann þróaði yfir 36 bóluefni, meira en nokkur annar vísindamaður.
- 1966 - Tvær trillur sigldu fram á marsvínavöðu sem þær ráku á undan sér upp í landsteinana við Laugarnes í Reykjavík þar sem þrjú þeirra voru drepin.
- 1967 - Eldur kom upp í vöruskemmum Eimskipa við Borgartún í Reykjavík, en þar voru þúsundir tonna af vörum í geymslu. Slökkvilið barðist við eldinn í rúmlega sólarhring. Eignatjón varð meira en áður hafði orðið í eldsvoða á Íslandi.
- 1975 - Alþjóðasamningur um varnir gegn mengun hafsins vegna losunar úrgangsefna og annarra efna í það tók gildi.
- 1981 - Forseti Írans, Muhammed Ali Rajai, og forsætisráðherrann, Muhammed Javad Bahonar, voru myrtir.
- 1983 - Guion Bluford varð fyrsti þeldökki Bandaríkjamaðurinn í geimnum í leiðangrinum STS-8 með geimskutlunni Challenger.
- 1984 - Geimskutlan Discovery fór í jómfrúrferð sína.
- 1991 - Aserbaísjan lýsti yfir sjálfstæði frá Sovétríkjunum.
- 1992 - Umsátrinu um Ruby Ridge lauk þegar Randy Weaver gafst upp. Þá voru eiginkona hans, 14 ára sonur og einn lögreglufulltrúi látin.
- 1993 - Late Show með David Letterman hóf göngu sína á CBS.
- 1994 - Fyrsta breiðskífa bresku hljómsveitarinnar Oasis, Definitely Maybe, kom út.
- 1995 - NATO hóf sprengjuárásir á her Bosníuserba í Bosníu og Hersegóvínu.
- 1995 - Dauðarefsingar voru aftur teknar upp í New York-fylki eftir 18 ára hlé.
- 1999 - Íbúar Austur-Tímor samþykktu sjálfstæði frá Indónesíu í þjóðaratkvæðagreiðslu.
- 2001 - Aðskilnaðarsinnar frá Bougainville undirrituðu friðarsamkomulag við ríkisstjórn Papúu Nýju-Gíneu.
- 2004 - Fjölbrautaskóli Snæfellinga tók til starfa.
- 2009 - Japanski demókrataflokkurinn náði meirihluta í neðri deild japanska þingsins eftir hálfrar aldar yfirráð frjálslyndra demókrata.
- 2020 - 27 ungmenni leituðu læknishjálpar vegna kolmónoxíðeitrunar eftir ólöglegt partý í aflögðu varnarmannvirki í St. Hanshaugen í Ósló.
- 2021 – Stjórn Knattspyrnusambands Íslands sagði af sér eftir að hafa hlotið harða gagnrýni fyrir að hafa þagað um og reynt að hylma yfir ofbeldisbrot leikmanna karlalandsliðsins.
- 2021 - Stríðið í Afganistan (2001–2021): Bandaríkjamenn drógu síðustu hermenn sína frá Kabúlflugvelli í Afganistan.
Fædd
breyta- 1334 - Pétur Kastilíukonungur (d. 1369).
- 1660 - Steinn Jónsson, Hólabiskup (d. 1739).
- 1748 - Jacques-Louis David, franskur listmálari (d. 1825).
- 1758 - Cristóbal Bencomo y Rodríguez, spænskur prestur (d. 1835).
- 1797 - Mary Shelley, enskur rithöfundur (d. 1851).
- 1871 - Ernest Rutherford, nýsjálenskur eðlisfræðingur (d. 1937).
- 1919 - Maurice Hilleman, bandarískur örverufræðingur (d. 2005).
- 1920 - Marinó Þorsteinsson, íslenskur leikari (d. 2006).
- 1930 - Warren Buffett, bandarískur fjárfestir.
- 1931 - Hrefna Ingimarsdóttir, íslenskur körfuknattleiksþjálfari (d. 2005).
- 1946 - Jacques Tardi, franskur myndasöguhöfundur.
- 1952 - Bjarni Ingvarsson, íslenskur leikari.
- 1954 - Alexander Lúkasjenkó, forseti Hvíta-Rússlands.
- 1956 - Julian Richings, enskur leikari.
- 1958 - Sigrún Edda Björnsdóttir, íslensk leikkona.
- 1958 - Anna Polítkovskaja, úkraínsk blaðakona (d. 2006).
- 1966 - Ragna Árnadóttir, skrifstofustjóri Alþingis og fyrrverandi ráðherra.
- 1972 - Cameron Diaz, bandarísk leikkona.
- 1986 - Ryan Ross, bandarískur gítarleikari (Panic! At The Disco).
Dáin
breyta- 1181 - Alexander 3. páfi (f. 1159).
- 1483 - Loðvík 11. Frakkakonungur (f. 1423).
- 1720 - Jón Vídalín, Skálholtsbiskup (f. 1666).
- 1856 - John Ross, breskur landkönnuður (f. 1777).
- 1929 - Sighvatur Bjarnason, reykvískur bankastjóri og bæjarfulltrúi (f. 1859).
- 1966 - Ragna Árnadóttir, íslenskur lögfræðingur.
- 1976 - Paul Lazarsfeld, bandarískur félagsfræðingur (f. 1901).
- 1984 - Þorvaldur Skúlason, íslenskur myndlistarmaður (f. 1906).
- 1997 - Ernst Willimowski, pólsk-þýskur knattspyrnumaður (f. 1916).
- 2003 - Charles Bronson, bandarískur leikari (f. 1921).
- 2003 - Donald Davidson, bandarískur heimspekingur (f. 1917).
- 2006 - Naguib Mahfouz, egypskur rithöfundur (f. 1911).
- 2010 - Francisco Varallo, argentinskur knattspyrnumaður (f. 1910).
- 2012 - Magnús Bjarnfreðsson, íslenskur sjónvarpsfréttamaður (f. 1934).
- 2013 - Seamus Heaney, írskur rithöfundur (f. 1939).
- 2022 - Míkhaíl Gorbatsjov, síðasti leiðtogi Sovétríkjanna (f. 1931).