11. apríl
dagsetning
Mar – Apríl – Maí | ||||||
Su | Má | Þr | Mi | Fi | Fö | La |
1 | 2 | 3 | 4 | 5 | 6 | |
7 | 8 | 9 | 10 | 11 | 12 | 13 |
14 | 15 | 16 | 17 | 18 | 19 | 20 |
21 | 22 | 23 | 24 | 25 | 26 | 27 |
28 | 29 | 30 | ||||
2024 Allir dagar |
11. apríl er 101. dagur ársins (102. á hlaupári) samkvæmt gregoríska tímatalinu. 264 dagar eru eftir af árinu.
Atburðir
breyta- 217 - Macrinus varð keisari Rómar.
- 672 - Adeódatus 2. varð páfi.
- 1471 - Játvarður 4. tók við hásætinu í Englandi og setti Hinrik 6. endanlega af.
- 1677 - Stríð Frakklands og Hollands: Filippus 1. hertogi af Orléans sigraði her Hollendinga í orrustunni við Cassel.
- 1700 - Hvergi var messað á landinu þó páskadagur væri vegna mikillar snjókomu á norðan. Veturinn var því kallaður páskavetur.
- 1831 - Slátrunin í Salsipuedes, þjóðarmorð hers Úrúgvæ á Charrúum var framið.
- 1836 - Newark (New Jersey) fékk borgarréttindi.
- 1885 - Knattspyrnufélagið Luton Town var stofnað.
- 1909 - Ungmennafélagið Afturelding var stofnað í Mosfellsbæ.
- 1912 - Mánaðarlöngu verkfalli kvenna í fiskverkun í Hafnarfirði lauk með samningum. Þetta var fyrsta verkfall kvenna á Íslandi og jafnvel fyrsta skipulagða verkfallið.
- 1915 - Flækingurinn með Charlie Chaplin var frumsýnd.
- 1920 - Sveinafélag járniðnaðarmanna var stofnað en stuttu seinna var nafninu breytt í Félag járniðnaðarmanna.
- 1945 - Stefánskirkjan í Vín brann.
- 1959 - Rannveig Þorsteinsdóttir fékk rétt til þess að flytja mál fyrir Hæstarétti fyrst kvenna.
- 1961 - Bob Dylan kom fyrst fram í New York-borg.
- 1970 - Minkarækt hófst að nýju á Íslandi.
- 1970 - Appollóáætlunin: Appollo 13 var skotið á loft.
- 1970 - Snjóflóð féll á berklahæli í Ölpunum með þeim afleiðingum að 74, mest ungir drengir, létust.
- 1976 - Apple I fór á markað í Bandaríkjunum.
- 1979 - Tansaníuher náði Kampala í Úganda á sitt vald og Idi Amin flúði til Líbýu.
- 1981 - Uppþotin í Brixton 1981: Mótmælendur köstuðu bensínsprengjum og rændu verslanir í Brixtonhverfinu í London.
- 1985 - Einræðisherra Albaníu, Enver Hoxha, lést og Ramiz Alia tók við völdum 20 dögum síðar.
- 1988 - Síðasti keisarinn eftir Bernardo Bertolucci hlaut níu óskarsverðlaun.
- 1991 - 5 létust og yfir 50.000 tonn af olíu runnu út í sjó þegar sprenging varð í olíuflutningaskipinu Haven við Genúa á Ítalíu.
- 1993 - Hjallakirkja var vígð í Kópavogi.
- 1996 - Ísraelsher hóf Þrúgur reiðinnar-aðgerðina með árásum á Líbanon í hefndarskyni fyrir hryðjuverkaárásir Hezbollah-samtakanna.
- 1996 - 17 létust á Düsseldorf-flugvelli vegna reyks úr brennandi frauðplasti.
- 1997 - Dómkirkjan í Tórínó skemmdist í eldi.
- 2001 - Bob Dylan sagði frá því að hann hefði verið giftur Carol Dennis frá 1986 til 1992 en haldið því leyndu.
- 2002 - 21 lést þegar bílasprengja á vegum Al-Kaída sprakk við samkomuhús gyðinga í Djerba í Túnis.
- 2006 - Ósýnilegi flokkurinn skipulagði mótmæli í Stokkhólmi og Gautaborg.
- 2006 - Geimkönnunarfarið Venus Express fór á braut um Venus.
- 2006 - Sikileyski mafíuforinginn Bernardo Provenzano var handtekinn eftir að hafa verið eftirlýstur í 43 ár.
- 2006 - Forseti Írans, Mahmoud Ahmadinejad, staðfesti að vísindamönnum hefði tekist að framleiða nokkur grömm af auðguðu úrani.
- 2007 - Sam Mansour, „bóksalinn frá Brønshøj“, var dæmdur í 3 og hálfs árs fangelsi eftir nýjum dönskum lögum fyrir að hvetja til hryðjuverka.
- 2008 - Nintendo gaf út leikinn Mario Kart Wii.
- 2011 - Fyrrum forseti Fílabeinsstrandarinnar, Laurent Gbagbo, var handtekinn í forsetahöllinni af sveitum Alassane Ouattara með fulltingi franska hersins.
- 2016 - Kirkjuþing norsku þjóðkirkjunnar samþykkti giftingu samkynhneigðra í kirkjum.
- 2018 - Flugslysið í Boufarik: 257 fórust þegar Iljúsín IL-76-flugvél hrapaði í Alsír.
- 2019 - Omar al-Bashir, forseta Súdans til 30 ára, var steypt af stóli af súdanska hernum eftir langa mótmælaöldu.
- 2019 - Julian Assange var úthýst úr sendiráði Ekvadors í London eftir sjö ára dvöl þar. Lögreglan í London handtók hann síðan.
Fædd
breyta- 145 - Septimius Severus, Rómarkeisari (d. 211).
- 1357 - Jóhann 1. Portúgalskonungur (d. 1433).
- 1370 - Friðrik 1. kjörfursti af Saxlandi (d. 1428).
- 1374 - Roger Mortimer, jarl af March, ríkiserfingi Englands (útnefndur arftaki Ríkharðs 2.)(d. 1398).
- 1492 - Margrét, drottning Navarra, kona Hinriks 2. (d. 1549).
- 1869 - Gustav Vigeland, norskur myndhöggvari (d. 1943).
- 1879 - Jóninna Sigurðardóttir, íslenskur matreiðslukennari (d. 1962).
- 1920 - Emilio Colombo, ítalskur forsætisráðherra (d. 2013).
- 1928 - Gerður Helgadóttir, íslenskur myndhöggvari (d. 1975).
- 1945 - Vilhjálmur Vilhjálmsson, íslenskur söngvari (d. 1978).
- 1950 - Bill Irwin, bandarískur leikari.
- 1953 - Andrew Wiles, breskur stærðfræðingur.
- 1958 - Jón Stefán Kristjánsson, íslenskur leikari.
- 1963 - Hinrik Ólafsson, íslenskur leikari.
- 1974 - Tricia Helfer, kanadísk leikkona.
- 1980 - Jón Trausti Reynisson, íslenskur blaðamaður.
- 1981 - Matt Ryan, velskur leikari.
- 1984 - Nikola Karabatić, franskur handknattleiksmaður.
Dáin
breyta- 678 - Dónus páfi.
- 1165 - Stefán 4., konungur Ungverjalands (f. um 1133).
- 1778 - Miklabæjar-Solveig, vinnukona á Miklabæ í Blönduhlíð (fyrirfór sér).
- 1964 - Guillermo Subiabre, síleskur knattspyrnumaður (f. 1903).
- 1985 - Enver Hoxha, einræðisherra Albaníu (f. 1908).
- 1987 - Primo Levi, ítalskur efnafræðingur (f. 1919).
- 1990 - Ivar Lo-Johansson, sænskur rithöfundur (f. 1901).
- 2005 - Lucien Laurent, franskur knattspyrnumaður (f. 1907).
- 2007 - Kurt Vonnegut, bandarískur rithöfundur (f. 1922).
- 2012 - Ahmed Ben Bella, forseti Alsír (f. 1918).