Teitur Þorvaldsson
Útlit
Teitur Þorvaldsson (d. 1259) var íslenskur lögsögumaður á 13. öld. Hann var af ætt Haukdæla, sonur Þorvaldar Gissurarsonar í Hruna og hálfbróðir Gissurar Þorvaldssonar. Teitur var prestvígður og bjó í Bræðratungu. Hann var lögsögumaður 1219-1221 og aftur 1236-1247. Hann var sagður vitur maður og hóglyndur og stuðla að sáttum manna.
Ekki er vitað hver kona Teits var en sonur hans var Klængur Teitsson, bóndi í Bræðratungu og Haukadal og síðast kanúki í Viðeyjarklaustri.