Fara í innihald

Bath

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Bath
Royal Crescent í Bath
Royal Crescent í Bath
LandEngland
SvæðiSuðvestur-Englandi
SýslaSomerset
Stofnuná tíma Rómaveldisins
Stjórnarfar
 • ÞingmaðurDon Foster
Flatarmál
 • Samtals29 km2
Hæð yfir sjávarmáli
18 m
Mannfjöldi
 (2011)
 • Samtals88.589
Póstnúmer
BA1, BA2
Svæðisnúmer01225
TímabeltiGMT

Bath (borið fram [/ˈbɑːθ/]) er borg í Suðvestur-Englandi, Bretlandi, með u.þ.b. 86.000 íbúa. Borgin er 159 km fyrir vestan London og 21 km fyrir suðvestan Bristol. Bath fékk opinbera stöðu sem borg frá Elísabetu 1. árið 1590 og sjálfstjórn frá sýslunni Somerset árið 1889. Bath varð hluti sýslunnar Avon þegar hún var mynduð árið 1974. Þegar sýslan var lögð niður árið 1996 varð Bath höfuðstaður svæðisins Bath og Norðaustur-Somerset.

Bath reis í dölum árinnar Avon við náttúrulega hveri, þar sem Rómverjar byggðu almenningsbaðhús og musteri sem gáfu borginni þáverandi nafn hennar Aquae Sulis. Hverir þessir eru þeir einustu á Bretlandi. Játgeir Englandskonungur var krýndur í dómkirkjunni í Bath árið 973. Vegna heilsulindanna varð Bath vinsæll orlofsstaður á georgíska tímabílinu sem leiddi til mikils vaxtar borgarinnar. Þá voru byggð mörg hús í georgískum stíl.

Bath var skráð á heimsminjaskrá UNESCO árið 1987. Í borginni eru mörg leikhús, minjasöfn og aðrir menningarstaðir sem hafa hjálpað til að gera hana að ferðamannastað með yfir milljón gistinótta ferðamanna, auk þess heimsækja 3,8 milljónir gesta borgina í dagsferðum á hverju ári. Þar eru tveir háskólar, auk margra grunnskóla og framhaldsskóla. Stór hluti íbúa borgarinnar starfar í þjónustugeiranum.

Rómversku heilsulindirnar.

Keltar og Rómverjar

[breyta | breyta frumkóða]

Fornleifauppgröftur á svæðinu hefur leitt í ljós að Keltar töldu aðalvatnsból rómverska baðhúsins vera helgidóm og staðurinn var tileinkaður gyðjunni Sulis. Rómverjar kölluðu hana Mínervu en nafnið Sulis var notað áfram eftir hernám Rómverja. Af því var dregið rómverska nafns staðarins, Aquae Sulis, sem þýðir „vötn Sulisar“. Skilaboð til gyðjunnar, sem rispuð voru á málmplötur, svokallaðar „formælingatöflur“ (e. curse tablets), hafa verið endurheimt úr Lindinni helgu. Þessi skilaboð voru skrifuð á latínu og formæltu þeim sem gerðu eitthvað á hlut skrifarans. Ef fötum einhvers var til dæmis stolið í baðhúsi gat hann skrifað nöfn grunaðra manna á töflu sem gyðjan Sulis Mínerva las síðan.

Musterið var reist á árunum 60–70 e.Kr. og baðhúsin voru byggð upp smátt og smátt á næstu þremur öldum. Á meðan hernám Rómverja á Stóra-Bretlandi stóð yfir voru eikarstólpar reknir niður í jörðina sem undirstöður, hugsanlega að boði Claudíusar keisara, og gerðu þeir musterið stöðugt. Umhverfis lindina var reist óreglulega lagað steinhús sem var klætt með blýi. Á 1. öld var reist yfir lindina braggalaga timburbygging og þar inni voru bæði köld og heit böð. Virkisveggir voru umhverfis borgina, mögulega hlaðnir á 2. öld. Eftir brotthvarf Rómverja á fyrsta áratug 4. aldar hnignaði böðunum og loks fylltust þau af sandi og hurfu. Annáll Engilsaxa segir að böðin hafi horfið á 5. öld.

Rúnasteinn til minningar um víking sem dó í Bath.

Bath getur verið staðurinn þar sem orrustan við Mons Badonicus var háð (um 500 e.Kr.), þar sem Arthur konungur er talinn hafa sigrað Saxana, en þetta er umdeilt. Annáll Engilsaxa segir að Bath kom að tilheyra Engilsöxunum árið 577 eftir orrustuna við Deorham. Engilsaxarnir kölluðu staðinn Baðum, Baðan eða Baðon, hvert þýðir „við baðið“ og þaðan er núverandi nafn borgarinnar. Árið 675 byggði Osric konungur af Hwicce klaustur í Bath og hugsanlega notaði virkisveggina sem verndun. Offa af Mersíu tók stjórn á þessu klaustri árið 781 og endurbyggði kirkjuna sem var tileinkuð Petrus. Fyrir 8. öld var götumynstur Rómverja horfið og Bath kom í eigu konungs aftur þegar Alfreð mikli breyti borginni og gerði suðausturhluta hennar að klaustri.

Normannar, miðaldir og Tudorætt

[breyta | breyta frumkóða]

Vilhjálmur 2. gaf borgina konunglegum lækni Jóni af Tours sem varð síðar biskup af Wells og ábóti af Bath árið 1088. Seinna voru ný böð byggð umhverfis lindirnar þrjár.

Í 15. öld féll klaustrið í Bath í niðurníðslu og þurfti að laga kirkjuna. Oliver King biskupinn af Bath og Wells ákvað árið 1500 að endurbyggja kirkjuna en á minna stærð. Nýja kirkjan var kláruð aðeins nokkur ár áður en Hinrik 8. bindi enda á príorklaustrið. Klaustrið fór í eyði fyrr en að það var endurreist sem sóknarkirkjan á Elísabetartímabílinu. Bath fékk opinbera stöðu sem borg árið 1590 frá Elísabetu 1.

Snemma á nútíma

[breyta | breyta frumkóða]

Á tíma ensku borgarstyrjöldarinnar var orrustan við Landsdowne háð við norðurhluta staðarins 5. júlí 1643. Thomas Guidott var efna- og læknisfræðingur sem flutti til Bath þegar hann útskrifaði frá Oxford-háskólanum, þar sem hann opnaði læknastofu árið 1668. Hann kom að hafa áhuga á læknandi eiginleika vatnsins og árið 1676 skrifaði hann A discourse of Bathe, and the hot waters there. Also, Some Enquiries into the Nature of the water. Þetta gerði læknandi eiginleika vatsnsins velþekkta víða um landið og bráðum byrjaði aðallinn að koma þangað til að baða sig.

Nokkrir hlutar borgarinnar voru þróaðir á Stuarttímabílinu. Útþensla borgarinnar fór áfram á georgíska tímabílinu, sem stafaði af því að fleira og fleira fólk var að heimsækja heilsulindirnar og það þurfti gistingu. Arkitektarnir John Wood eldri og John Wood yngri sonur hans gáfu borginni nýjar götur og samar framhliðar sem lét í það skína að þær væru hallarlegar og í klassískum stíl. Mikið af Bath-steininum sem var notað í byggingu í gegnum borgina var grafið úr kalksteinsnámu í Combe Down og Bathampton Down. Námurnar voru í eigu Ralph Allen (1694–1764). Til þess að auglýsa gæði kalksteins gerðu Allen og John Wood samning um að byggja hús úr kalksteini upp í sveit á milli borgarinnar og námunnar. Hann bætti og stækkaði póstþjónustuna á Vestur-Englandi sem hann hafði samning um í 40 ár. Allen var kosinn borgarstjóri árið 1742.