Fara í innihald

Spjall:A-vítamín

Innihald síðu er ekki stutt á öðrum tungumálum.
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Er ekki karótín ákveðin gerð af A-vítamíni (sem sagt ekki samheiti á A-vítamíni)? Eftir því sem ég best veit er A-vítamín til í mismunandi myndum og karótín er ein þeirra. Karótín kemur úr grænmeti og ávöxtum en svokallað retínól úr kjöti. Er þetta ekki rétt skilið hjá mér? --Hvolpur 12. október 2005 kl. 17:54

Þú ert að ég held að tala um karótenóíða, ég lærði þetta allavega þannig að karótín væri samheiti A-vítamíns (það bæri ábyrgð á gula litnum í gulrótum (sbr. karótín) og einnig t.d. fitu úr hrossum, sem er einmitt gulleit). Ég veit ekki hvað retínól er, en Renitol er samheiti karótíns í ensku, veit ekki hvort íslenskur ritháttur á því sé notaður almennt. Um að gera að fletta þessu upp. -- Friðrik Bragi Dýrfjörð 12. okt. 2005 kl. 18:53 (UTC)
Ég skoðaði þetta aðeins nánar, enska wikipedia notar orðið carotene yfir fjölliðuna sem líkaminn breytir í A-vítamín. Svo það er erfitt að kalla þetta algjört samheiti. Hinsvegar miðað við þá skilgreiningu sem ég lærði á vítamíni þá ætti karótínið að vera vítamín (þar sem líkaminn getur ekki framleitt það) en A-vítamínið (þ.e. efnið sem við eigum við í greininni) við um afurð þessa vítamíns. Vona að þú skiljir hvað ég er að fara. -- Friðrik Bragi Dýrfjörð 12. okt. 2005 kl. 18:58 (UTC)

Þar sem ég hef lesið um A-vítamín var talað um að til væru mismunandi myndir af A-vítamíni: Retínól, sem væri virka efnið í A-vítamíninu og fengist úr kjöti, og karótín sem fengist úr grænmeti og umbreyttist í retínól í líkamanum. Svo ég tek því þannig að karótín sé ákveðin gerð af A-vítamíni og henti því ekki alveg sem samheiti á A-vítamíni. --Hvolpur 13. október 2005 kl. 19:06

Hmm, já, fattaði ekki að skoða tenglana þarna á doktor.is. Ætli þetta sé ekki rétt hjá þér. --Friðrik Bragi Dýrfjörð 13. okt. 2005 kl. 22:20 (UTC)

Byrja umræðu um A-vítamín

Byrja nýja umræðu