4. júní
dagsetning
Maí – Júní – Júl | ||||||
Su | Má | Þr | Mi | Fi | Fö | La |
1 | ||||||
2 | 3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 |
9 | 10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 |
16 | 17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 |
23 | 24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 |
30 | ||||||
2024 Allir dagar |
4. júní er 155. dagur ársins (156. á hlaupári) samkvæmt gregoríska tímatalinu. 210 dagar eru eftir af árinu.
Atburðir
breyta- 780 f.Kr. - Fyrsti sólmyrkvi sögunnar var skráður í Kína.
- 1133 - Innósentíus 2. páfi krýndi Lóthar 3. keisara hins Heilaga rómverska ríkis.
- 1134 - Orrustan við Fótavík nálægt Lundi milli Níelsar Danakonungs og Eiríks eimuna átti sér stað.
- 1561 - Eldingu sló niður í Pálskirkjuna í London og hún stórskemmdist í eldsvoða í kjölfarið.
- 1629 - Skip Hollenska Austur-Indíafélagsins, Batavia, strandaði á rifi undan vesturströnd Ástralíu.
- 1666 - Leikritið Mannhatarinn eftir Moliére var frumflutt í Théâtre du Palais-Royal í París.
- 1738 - Georg 3. varð konungur Bretlands.
- 1745 - Austurríska erfðastríðið: Friðrik mikli gjörsigraði austurríska herinn í orrustunni við Hohenfriedberg.
- 1794 - Breskar hersveitir náðu Port-au-Prince á Haítí á sitt vald.
- 1832 - Tveir Íslendingar voru skipaðir fulltrúar á þing Eydana, en það voru íbúar eyja, sem heyrðu undir Danmörku. Fyrstu fulltrúar Íslands voru þeir Finnur Magnússon prófessor og Lorentz Angel Krieger stiftamtmaður.
- 1896 - Henry Ford prufukeyrði fyrsta bílinn sem hann hannaði (þetta var jafnframt fyrsti bíllinn sem hann keyrði).
- 1917 - Fyrsta afhending Pulitzerverðlaunanna fór fram.
- 1919 - Bandaríkjaþing samþykkti að breyta Stjórnarskrá Bandaríkjanna svo konur nytu kosningaréttar. Þá sendi þingið það til fylkja Bandaríkjanna til staðfestingar.
- 1924 - Fyrstu íslensku lögin um ríkisskuldabréf voru sett.
- 1926 - Robert Earl Hughes sem setti met sem þyngsti maður í heiminum, fæddist
- 1928 - Kínverski stríðsherrann Zhang Zuolin var ráðinn af dögum af japönskum njósnurum.
- 1936 - Léon Blum varð forsætisráðherra Frakklands.
- 1938 - Heimsmeistarakeppnin í knattspyrnu hófst í Frakklandi.
- 1944 - Hornsteinn var lagður að Stýrimannaskólanum í Reykjavík. Skólinn var tekinn í notkun í október 1945.
- 1959 - Sjálfsbjörg, landssamband fatlaðra, var stofnað.
- 1960 - Litla kaffistofan í Svínahrauni á Íslandi var stofnuð.
- 1967 - Reykjavíkurganga var haldin til að minna á baráttuna gegn erlendri hersetu.
- 1970 - Tonga hlaut sjálfstæði frá Bretlandi.
- 1973 - Donald Wetzel, Tom Barnes og George Chastain fengu einkaleyfi á nettengdum hraðbanka.
- 1977 - Hornsteinn var lagður að Hrafnistu í Hafnarfirði.
- 1979 - Liðþjálfinn Jerry Rawlings steypti herforingjanum Fred Akuffo af stóli í Gana.
- 1983 - Öll eintök af fyrstu tveimur tölublöðum Spegilsins þetta ár voru gerð upptæk af sýslumanni.
- 1984 - Bruce Springsteen gaf út sína fjórðu breiðskífu Born in the USA.
- 1985 - Farø-brýrnar milli Sjálands og Falsturs voru opnaðar í Danmörku.
- 1986 - Jonathan Pollard lýsti sig sekan um njósnir, en hann hafði selt leyniupplýsingar til Ísrael.
- 1989 - Aðgerðir kínverskra stjórnvalda til að brjóta á bak aftur mótmæli á Torgi hins himneska friðar enduðu með blóðbaði.
- 1989 - Samstaða vann yfirburðasigur í þingkosningum í Póllandi.
- 1989 - Lestarslysið í Ufa: 575 létust þegar neistar frá lestarvögnum ollu sprengingu í lekri gasleiðslu.
- 1991 - Fatos Nano sagði af sér sem forsætisráðherra Albaníu í kjölfar víðtækra verkfalla.
- 1991 - Stærsta sólgos sem skráð hefur verið olli óvenjumiklum norðurljósum sem sáust allt suður til Pennsylvaníu.
- 1992 - Elsta málverk sem boðið hefur verið upp á Íslandi var selt á uppboði í Reykjavík. Það er talið vera eftir séra Hjalta Þorsteinsson (1665-1750) og sýnir biskupshjónin Þórð Þorláksson og Guðríði Gísladóttur.
- 1993 - Fjölskyldu- og húsdýragarðurinn tók til starfa í Reykjavík.
- 1994 - Hljómsveitin HAM hélt fræga lokatónleika á Tunglinu undir yfirskriftinni HAM lengi lifi.
- 1996 - Geimflaugin Ariane 5 sprakk eftir flugtak frá Frönsku Gvæjana. Verkefnið hafði kostað Evrópuríki 7,5 milljarða dala og tekið 11 ár.
- 1998 - Mammì-lögin um takmörkun á eignarhaldi fjölmiðla á Ítalíu voru samþykkt.
- 2000 - Yfir 100 fórust þegar jarðskjálfti reið yfir Súmötru.
- 2002 - Chad Trujillo og Mike Brown uppgötvuðu reikistirnið 50000 Quaoar.
- 2011 - Eldfjallið Puyehue-Cordón Caulle í Chile gaus og olli truflunum á flugumferð við Nýja-Sjáland.
- 2013 - Flóðin í Evrópu 2013: 4 létust þegar árnar Saxelfur og Saale flæddu yfir bakka sína.
- 2020 - Þjóðarsáttarstjórn Líbíu lýsti því yfir að hún hefði náð tökum á höfuðborginni Trípólí eftir að sveitir Frelsishers Líbíu hörfuðu þaðan.
- 2020 - Þing Hong Kong samþykkti hina umdeildu Reglugerð um þjóðsöng Kína.
- 2022 - Bajram Begaj var kjörinn forseti Albaníu af albanska þinginu.
Fædd
breyta- 470 f.Kr. - Sókrates, grískur heimsspekingur (d. 399 f.Kr.).
- 1394 - Filippa af Englandi, drotting Danmerkur, Svíþjóðar og Noregs (d. 1430).
- 1694 - François Quesnay, franskur hagfræðingur (d. 1774).
- 1738 - Georg 3., Bretlandskonungur (d. 1820).
- 1769 - Björn Stephensen, íslenskur dómsmálaritari (d. 1835).
- 1867 - Carl Gustaf Emil Mannerheim, finnskur stjórnmálamaður (d. 1951).
- 1877 - Heinrich Wieland, þýskur lífefnafræðingur og verðlaunahafi efnafræðiverðlauna Nóbels (d. 1957).
- 1907 - Rosalind Russell, bandarísk leikkona (d. 1976).
- 1910 - Christopher Sydney Cockerell, breskur verkfræðingur og uppfinningamaður (d. 1999).
- 1923 - Gunnar Dal, íslenskur heimspekingur (d. 2011).
- 1928 - Ruth Westheimer, bandarísk leikkona.
- 1929 - Karolos Papúlías, forseti Grikklands (d. 2021).
- 1941 - Freysteinn Sigurðsson, íslenskur jarðfræðingur (d. 2008).
- 1945 - Páll Skúlason, íslenskur heimspekingur (d. 2015).
- 1947 - Viktor Klima, kanslari Austurríkis.
- 1952 - Bronislaw Komorowski, forseti Póllands.
- 1952 - Anna Ólafsdóttir Björnsson, íslenskur sagnfræðingur.
- 1953 - Mitsuo Watanabe, japanskur knattspyrnumaður.
- 1953 - Jimmy McCulloch, skoskur tónlistarmaður (d. 1979).
- 1954 - Þorsteinn Ingi Sigfússon, íslenskur eðlisfræðingur, prófessor og frumkvöðull.
- 1959 - Stefán Sturla Sigurjónsson, íslenskur leikari.
- 1968 - Faizon Love, bandarískur leikari.
- 1971 - Noah Wyle, bandarískur leikari.
- 1971 - Joseph Kabila, kongóskur stjórnmálamaður.
- 1973 - Róbert I. Douglas, íslenskur leikstjóri.
- 1975 - Angelina Jolie, bandarísk leikkona.
- 1976 - Aleksej Navalnyj, rússneskur stjórnmálamaður (d. 2024).
- 1979 - Naohiro Takahara, japanskur knattspyrnumaður.
- 1981 - T.J. Miller, bandarískur leikari og uppistandari.
- 1983 - Emmanuel Eboue, knattspyrnumaður frá Fílabeinsströndinni.
- 1985 - Lukas Podolski, þýskur knattspyrnumaður.
- 1986 - Johan Friberg Da Cruz, sænskur knattspyrnumaður.
- 1988 - Ryota Nagaki, japanskur knattspyrnumaður.
- 1989 - Eldar Gasimov, aserskur söngvari.
Dáin
breyta- 1134 - Magnús sterki, sonur Níelsar Danakonungs.
- 1206 - Adela af Champagne, drottning Frakklands (f. um 1140).
- 1587 - Árni Gíslason, íslenskur sýslumaður (f. um 1520).
- 1680 - Tokugawa Ietsuna, herstjóri í Japan (f. 1641).
- 1696 - Gísli Magnússon (Vísi-Gísli), sýslumaður í Rangárvallasýslu (f. 1621).
- 1798 - Casanova, ævintýramaður, kvennabósi og rithöfundur (f. 1725).
- 1922 - Hermann Alexander Diels, þýskur fornfræðingur (f. 1848).
- 1941 - Vilhjálmur 2. Þýskalandskeisari (f. 1859).
- 1942 - Reinhard Heydrich, nasisti (f. 1904).
- 1980 - Leopold Kielholz, svissneskur knattspyrnumaður og þjálfari (f. 1911).
- 2000 - Takashi Kano, japanskur knattspyrnumaður (f. 1920).
- 2001 - Dipendra konungur Nepals (f. 1971).
- 2002 - Fernando Belaúnde Terry, Forseti Perú (f. 1912).
- 2010 - Pétur Sigurgeirsson, biskup Íslands (f. 1919).
- 2013 - Hermann Gunnarsson (f. 1946).
- 2016 - Abbas Kiarostami, íranskur kvikmyndagerðarmaður (f. 1940).