1000
dagsetning
Ár |
Áratugir |
Aldir |
Árið 1000 (M í rómverskum tölum)
Á Íslandi
breyta- Vorið - Kristin kirkja var reist í Vestmannaeyjum, en Ólafur Tryggvason konungur Noregs sendi Gissur hvíta Teitsson og Hjalta Skeggjason með kirkjuviðinn og skyldi hún reist þar sem þeir kæmu að landi.
- Júlí - Hjalti Skeggjason og Gissur Teitsson komu til Alþingis á Þingvöllum til þess að boða kristni. Lá við að þingheimur berðist en þó tókst að stilla til friðar. Á þingi árið áður hafði Hjalti hallmælt Freyju og kallað hana grey (= tík) og var þá heiðnum mönnum nóg boðið.
- Júlí - Kristnitakan: Samþykkt var á Alþingi að Íslendingar skyldu taka kristni í orði kveðnu. Ýmsum heiðnum siðum mátti þó fylgja ef ekki væri hægt að sanna þá á menn, svo sem eins og útburð barna og hrossakjötsát.
Fædd
Dáin
Erlendis
breyta- 9. september - Svoldarorrusta. Ólafur Tryggvason Noregskonungur féll fyrir Sveini tjúguskeggi Danakonungi, Ólafi skotkonungi Svíakonungi og Hákoni Eiríkssyni Hlaðajarli.
- Sveinn tjúguskegg varð yfirkonungur Noregs en Hlaðajarlar stýrðu landinu.
- 25. desember - Stefán 1. varð konungur Ungverjalands og kristnaði Ungverja.
- Kornbretaland var innlimað í England.
- (líklega) Sancho 3. varð konungur Aragóníu og Navarra.
Fædd
- Róbert 1. hinn stórkostlegi, hertogi af Normandí (d. 1035).
Dáin
- 9. september - Ólafur Tryggvason Noregskonungur (f. 963).
- (líklega) - García Sanchez 2. Navarrakonungur.