1766
ár
Ár |
Áratugir |
Aldir |
Árið 1766 (MDCCLXVI í rómverskum tölum)
Á Íslandi
breyta- Hekla gaus. Gosið stóð til 1768 og var það lengsta á sögulegum tíma og næstmesta hraungosið á eftir Skaftáreldum. Einnig gaus vestanvert í Vatnajökli, sennilega í Bárðarbungu.
- Ólafur Stefánsson varð amtmaður eftir að Magnús Gíslason tengdafaðir hans lést.
- Holger Jacobaeus, danskur kaupmaður, reisti veglegt timburhús í Keflavík.
Fædd
Dáin
- 3. nóvember - Magnús Gíslason amtmaður (f. 1704).
- Guðríður Gísladóttir biskupsfrú í Skálholti, kona Finns Jónssonar (f. 1707).
Erlendis
breyta- 14. janúar - Kristján 7. varð konungur Danmerkur, tæplega 17 ára að aldri.
- 20. janúar - Tugþúsundir búrmískra innrásarmanna réðust á höfuðborg taílenska konungsríksins Ayutthaya og sátu um hana í 15 mánuði.
- 5. mars - Antonio de Ulloa, fyrsti spænski ríkistjóri Louisiana, kom til New Orleans.
- 9. apríl - Fyrstu afrísku þrælarnir voru fluttir til bresku nýlendunnar Georgíu í Ameríku.
- 29. maí - Breski vísindamaðurinn Henry Cavendish gerði tilraunir með uppleysta málma og tók eftir lofttegund sem reis upp frá þeim. Sjö árum síðar nefndi franski efnafræðingurinn Antoine Lavoisier það hydrogen eða vetni.
- 8. nóvember - Kristján 7. gekk að eiga Karólínu Matthildi Englandsprinsessu, 15 ára frænku sína.
- 10. nóvember - Rutgers-háskóli var stofnaður í New York, þá Queen's College.
- 2. desember - Svíþjóð varð fyrst ríkja til að lögleiða prentfrelsi. Það gilti þó ekki á öllum sviðum.
- 5. desember - Christie's-uppboðið var stofnað í London af James Christie.
- Poul Egede gaf út Nýja testamentið á grænlensku.
Fædd
- 13. febrúar - Thomas Malthus, enskur hagfræðingur og félagsfræðingur (d. 1834).
- 11. október - Nólseyjar-Páll, færeysk þjóðhetja (d. 1808/1809).
- Ludwig Erichsen, dansk-íslenskur embættismaður sem var amtmaður á Íslandi (d. 1804).
Dáin
- 1. janúar - James Francis Edward Stuart, „the Old Pretender“, sonur Jakobs 2. Englandskonungs og kallaður Jakob 3. af stuðningsmönnum sínum (f. 1688).
- 13. janúar - Friðrik 5. Danakonungur (f. 1723).
- 23. febrúar - Stanislaus Leszczyński, konungur Póllands (f. 1677).
- 11. júlí - Elizabeth Farnese, Spánardrottning, kona Filippusar 5. (f. 1692).