Sameiningarflokkur alþýðu - Sósíalistaflokkurinn

Sameiningarflokkur alþýðu - Sósíalistaflokkurinn, oftast nefndur einfaldlega Sósíalistaflokkurinn, var íslenskur stjórnmálaflokkur sem starfaði frá 1938 til 1968 þegar Alþýðubandalagið var gert að formlegum stjórnmálaflokki. Hann var myndaður af Kommúnistaflokki Íslands og hluta úr Alþýðuflokknum á grundvelli hugmyndarinnar um breiðfylkingu alþýðu gegn fasisma sem síðasta þing Komintern árið 1935 hafði sett fram og sem Einar Olgeirsson barðist fyrir á Íslandi.

1956 tók Sósíalistaflokkurinn þátt í stofnun kosningabandalagsins Alþýðubandalagsins ásamt Málfundafélagi jafnaðarmanna og Hannibal Valdimarssyni. Þegar Alþýðubandalagið varð að stjórnmálaflokki árið 1968 gekk Sósíalistaflokkurinn sjálfkrafa inn í það. Með því var flokkurinn lagður niður.

Sósíalistafélag Reykjavíkur neitaði að ganga í Alþýðubandalagið og hélt áfram sjálfstæðu starfi í nokkur ár áður en það hætti starfsemi. Kvenfélag Sósíalista var einnig starfrækt áfram þar til það var formlega lagt niður árið 1992.

Formenn

breyta

Varaformenn

breyta

Kjörfylgi

breyta
Alþingiskosningar
Kosningar % atkvæða þingsæti
1942 (júlí) 16,2 6
1942 (október) 18,5 10
1946 19,5 10
1949 19,5 9
1953 16,1 7
Borgarstjórnarkosningar
Kosningar % atkvæða fulltrúar
1942 23,8 4 (15)
1946 28,5 4 (15)
1950 26,5 4 (15)
1954 19,3 3 (15)

Tenglar

breyta