Fílabeinsströndin
Fílabeinsströndin er land í Vestur-Afríku með landamæri að Líberíu og Gíneu í vestri, Malí og Búrkína Fasó í norðri og Gana í austri. Í suðri á landið strönd að Gíneuflóa. Landið er einn af stærstu útflytjendum kaffis, kakós og pálmaolíu í heimi.
République de Côte d'Ivoire | |
Fáni | Skjaldarmerki |
Kjörorð: Union, Discipline, Travail (franska) Eining, agi, vinna | |
Þjóðsöngur: L'Abidjanaise | |
Höfuðborg | Yamoussoukro (opinber), Abidjan (í reynd) |
Opinbert tungumál | franska |
Stjórnarfar | Forsetaræði
|
Forseti | Alassane Ouattara |
Forsætisráðherra | Patrick Achi |
Sjálfstæði | |
• Frá Frakklandi | 7. ágúst 1960 |
Flatarmál • Samtals • Vatn (%) |
68. sæti 322.463 km² 1,4 |
Mannfjöldi • Samtals (2020) • Þéttleiki byggðar |
53. sæti 26.378.274 63,9/km² |
VLF (KMJ) | áætl. 2020 |
• Samtals | 144,497 millj. dala (79. sæti) |
• Á mann | 5.360 dalir (170. sæti) |
VÞL (2019) | 0.538 (162. sæti) |
Gjaldmiðill | Vesturafrískur CFA-franki |
Tímabelti | UTC |
Þjóðarlén | .ci |
Landsnúmer | +225 |
Landið skiptist milli nokkurra konungsríkja, eins og Gyaaman, Kongveldisins og Baoulé, áður en það varð hluti af nýlenduveldi Frakka á 19. öld. Upphaflega gerðu Frakkar samninga við innfædda höfðingja um að landið yrði franskt verndarríki en 1893 varð það hluti af nýlendunni Frönsku Vestur-Afríku. Fyrsti forseti landsins eftir að það fékk sjálfstæði 1960 var Félix Houphouët-Boigny sem ríkti til 1993. Stjórn landsins var áfram í nánum stjórnmálatengslum við Frakka sem sendu þangað herlið þegar Fyrsta borgarastyrjöld Fílabeinsstrandarinnar braust út 2002 og eins þegar Önnur borgarastyrjöld Fílabeinsstrandarinnar braust út 2011.
Þótt Fílabeinsströndin sé lýðveldi liggja mikil völd hjá forsetanum. Borgin Yamoussoukro er de jure höfuðborg ríkisins en stærsta borgin er hafnarborgin Abidjan. Rúmlega þriðjungur íbúa er múslimar (aðallega súnnítar), um þriðjungur kristinn (aðallega kaþólikkar) og tæplega þriðjungur aðhyllist hefðbundin afrísk trúarbrögð. Fílabeinsströndin er fjölmenningarríki og í landinu eru töluð 65 tungumál. Stærsti einstaki hópurinn eru Akanar sem eru um 40% íbúa.
Heiti
breytaUpphaflega skiptu portúgalskir og franskir kaupmenn á 15. og 16. öld vesturströnd Afríku gróflega í fjórar „strendur“ eftir aðalútflutningsvörum á hverjum stað. Ströndin sem Frakkar kölluðu Côte d'Ivoire og Portúgalar Costa Do Marfim — sem bæði merkja bókstaflega „Fílabeinsströnd“ — var á milli landsvæða sem þá voru þekkt sem Guiné de Cabo Verde, eða „Efri-Gíneu“ við Cap-Vert, og Neðri-Gíneu.[1][2] Auk Fílabeinsstrandarinnar voru „Piparströndin“, líka þekkt sem „Kornströndin“ (nú Líbería), „Gullströndin“ (nú Gana) og „Þrælaströndin“ (nú Tógó, Benín og Nígería). Nafnið „Fílabeinsströndin“ vísar til helstu verslunarvörunnar á þeim hluta strandarinnar: fílabeins.[3][1][4][2][5]
Önnur nöfn voru meðal annars Côte de Dents, „Tannaströndin“, sem líka vísaði til verslunar með fílabein; [6][7][3][2][5][8] Côte de Quaqua, eftir fólki sem Hollendingar nefndu Quaqua (líka ritað Kwa Kwa);[7][1][9] Fimm- og sexrenda ströndin, eftir klæðaefni úr bómull sem líka var verslað með á þeim stað;[7] og Côte du Vent, „Kulborðsströndin“, eftir staðvindum undan ströndinni.[3][1] Hægt er að finna heitið Cote de(s) Dents víða í eldri ritum[7] en á 19. öld varð Côte d'Ivoire ofan á.[7]
Strandlengja nútímaríkisins er ekki alveg samstæð því sem kaupmenn á 15. og 16. öld kölluðu Fílabeinsströndina. Hún var talin frá Palmashöfða að Þriggja skaga höfða og nær því yfir strandlengu sem skiptist milli nútímaríkjanna Gana, Fílabeinsstrandarinnar og Líberíu.[6][4][8][9] Landið hélt nafninu á nýlendutímanum og við sjálfstæði 1960.[10] Nafnið hefur lengi verið þýtt á önnur mál líkt og á íslensku, og nefnist til dæmis Elfenbeinküste á þýsku, Costa d'Avorio á ítölsku og Norsunluurannikko á finnsku).[11] Eftir að landið fékk sjálfstæði hefur ríkisstjórn landsins sagt að þessi mikli fjöldi útgáfa af nafninu skapi vandræði í alþjóðasamskiptum utan við hinn frönskumælandi heim. Árið 1986 lýsti stjórnin því yfir að Côte d'Ivoire (eða lengri útgáfan République de Côte d'Ivoire[12]) skyldi verða formlegt heiti landsins í alþjóðasamskiptum, og hefur síðan þá neitað að viðurkenna eða samþykkja neinar þýðingar.[11][13][14] Þrátt fyrir óskir ríkisstjórnar landsins hafa önnur málsvæði haldið áfram að nota þýðingu heitisins í fjölmiðlum og útgáfu af ýmsu tagi.
Landfræði
breytaFílabeinsströndin er land í vesturhluta Afríku sunnan Sahara. Það á landamæri að Líberíu og Gíneu í vestri, Malí og Búrkína Fasó í norðri, Gana í austri, og strönd að Gíneuflóa við Atlantshafið í suðri. Landið er að mestu milli 4. og 11. breiddargráðu norður og 2. og 9. lengdargráðu vestur. Um 64,8% landsins eru landbúnaðarland, þar af 9,1 ræktarland, 41,5% beitilönd og 14,2% fjölærar nytjajurtir. Vatnsmengun er ein stærsta umhverfisáskorunin sem landið glímir við.[15]
Stjórnmál
breytaHéruð og umdæmi
breytaFílabeinsströndin skipist í nítján héruð (régions):
Héruðin skiptast síðan í 81 umdæmi.
Mannfjöldi í helstu borgum
breytaOpinber höfuðborg Fílabeinsstrandarinnar er Yamoussoukro með 295.500 íbúa. Hún er því fjórða stærsta borgin. Abidjan með 3.310.500 íbúa er langstærsta borg landsins og er auk þess miðstöð fjármála. Abidjan er jafnframt stærsta borg frönskumælandi Vestur-Afríku.
Borg | Íbúafjöldi |
---|---|
Abidjan | 3.310.500 |
Bouaké | 775.300 |
Daloa | 489.100 |
Yamoussoukro | 295.500 |
Korhogo | 163.400 |
San Pédro | 151.600 |
Divo | 134.200 |
Tilvísanir
breyta- ↑ 1,0 1,1 1,2 1,3 Thornton 1996, bls. 53–56.
- ↑ 2,0 2,1 2,2 Lipski 2005, bls. 39.
- ↑ 3,0 3,1 3,2 Duckett 1853, bls. 594.
- ↑ 4,0 4,1 Homans 1858, bls. 14.
- ↑ 5,0 5,1 Plée 1868, bls. 146.
- ↑ 6,0 6,1 Blanchard 1818, bls. 57.
- ↑ 7,0 7,1 7,2 7,3 7,4 Chisholm 1911, bls. 100.
- ↑ 8,0 8,1 Walckenaer 1827, bls. 35.
- ↑ 9,0 9,1 Vaissète 1755, bls. 185–186.
- ↑ „The Ivory Coast“. World Digital Library. Sótt 16. febrúar 2013.
- ↑ 11,0 11,1 David 2000, bls. 7.
- ↑ Auzias & Labourdette 2008, bls. 9.
- ↑ Lea & Rowe 2001, bls. 127.
- ↑ Jessup 1998, bls. 351.
- ↑ „CIA World Factbook Ivory Coast“. cia.gov. Sótt 20. maí 2016.