Brandur (eyja)
Brandur er lítil eyja (0.1 km²) sem liggur rétt sunnan við Álsey. Hún er gíglaga nema suðurhlið gígsins hefur orðið sterkri suðuröldunni að bráð og rofnað burt. Ytri hluti gígsins norðan og austan megin er gyrtur hömrum á meðan innri hliðin sunnan megin er meira aflíðandi. Greinilega má sjá 5 m háan gígtappa við rætur suðurbrekkunnar. Veiðikofinn í Brandinum er staðsettur ofarlega á eyjunni en graslendi þekur hana alla. Lundaveiði og eggjataka er hvort tveggja stundað í Brandi og sauðfé haft á beit.
Þar er höfn frá náttúrunnar hendi og landtaka mjög auðveld.