Borobudur
7°36′29″S 110°12′14″A / 7.608°S 110.204°A
Borobudur er Mahayana búddahof frá níundu öld staðsett í miðhluta Jövu í Indónesíu. Hofið er byggt upp af sex ferhyrndum stöllum og þremur hringlaga og er skreytt með 2.672 lágmyndum og 504 búddhalíkneskjum.
Aðalhelgidómurinn er við miðju efsta stallsins og kring um hann eru 72 búddalíkneski í bjöllulaga helgiturnum búddhatrúarmanna (stúpa).
Talið er að Borobudur hafi verið yfirgefið á fjórtándu öld samfara hnignun ríkja búddatrúarmanna og útbreiðslu íslam í Java. Það var grafið aftur úr gleymsku árið 1814 fyrir tilstuðlan Thomas Raffles landstjóra Breta á Jövu og hefur frá þeim tíma verið varðveitt og viðhaldið. Borobudur er á heimsminjaskrá UNESCO.
Það er ekki til skráð saga af hver byggði Borobudur eða hver var tilgangur hofsins. Talið er líklegt að Borobudur hafi verið reist um árið 800 á tímum Sailendra ríkisins í Jövu. Líklegt þykir að bygging hofsins hafi tekið 75 ár og verið fullgerð árið 825.
Öldum saman lá Borobudur hofið falið undir lögum af eldfjallaösku og frumskógagróðri. Það er ráðgáta hvers vegna hofið var yfirgefið og ekki er vitað hvenær hætt var að nota það og pílagrímsferðir til þessu lögðust niður.
Java var undir breskri stjórn árin 1811 til 1816. Landstjórinn Thomas Stamford Raffles hafði mikinn áhuga á sögu Java. Hann safnaði fornmunum og skráði hjá sér það sem innfæddir sögðu honum á ferðum hans um eyjuna. Á ferðalagi til Semarang árið 1814 var honum sagt frá stóru hofi sem kallað var Chandi Borobudur og staðsett var lengst inni í frumskógi nálægt þorpinu Bumisegoro. Hann sendi hollenskan verkfræðing H.C. Cornellius til að rannsaka málið.
Cornellius og 200 starfsmenn hans unnu í tvo mánuði við að höggva niður tré og brenna niður gróður og flytja burt jarðveg til að afhjúpa hofið. Ekki var hægt að grafa öll líkneskin úr jörðu af hættu á því að þau eyðilegðust.
Hollenski stjórnandi Kedu héraðsins Hartmann að nafni hélt áfram verki Cornelliusar og árið 1835 þá var allt hofið grafið úr jörðu. Það kom í ljós að aðal stúpan var tóm. Það fannst stór Buddha líkneski sem var eins stórt og eitt hundrað hinna búddhalíkneskjanna.
Daglega skoða margir ferðamenn hofið. Þann 21. janúar árið 1985 skemmdust níu stúpur illa þegar níu sprengjur sprungu. Blindur bókstafstrúarmaður og múslimi Husein Ali Al Habsyie var árið 1991 dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir að hafa lagt á ráðin um sprengjutilræði, þar á meðal sprengjurnar í hofinu.
Myndasafn
breyta-
Búddha-líkneski.
-
Stupa í Borobudur
-
lágmynd frá Borobudur.
-
Stækkun á lágmynd frá Borobudur.
-
Stupa í Borobudur ber við fjöllin í Java. Öldum saman var hofið gleymt og yfirgefið.
-
Fyrsta ljósmyndin tekin af Isidore van Kinsbergen (1873) eftir að hofið var grafið upp.
-
Ferðamenn í Borobudur.
-
Lágmynd frá Borobudur.
-
Höfuðlaust búddalíkneski inni í stúpu.
Tenglar
breyta- Opinber vefsíða fyrir Borobudur
- Borobudur leiðbeiningar fyrir ferðamenn frá Wikivoyage
- Archaeology and architecture of Borobudur Geymt 8 júní 2004 í Wayback Machine
- 360° view on the World Heritage Tour
- Australia National University's research project on Borobudur Geymt 18 júlí 2014 í Wayback Machine