Nunna
Nunna (orðið kemur frá latínu nonna, kvenkyn af nonnus, kennari eða munkur) er kona sem hefur helgað líf sitt trú samkvæmt ákveðnum reglum. Reglurnar eru margvíslegar allt eftir trú og nunnureglu en alls staðar gildir að þær lifa ekki fjölskyldulífi og stunda ekki kynlíf. Nunnur eru til í ýmsum trúarbrögðum en þó sérlega í kristni og búddisma.
Margar nunnur búa í klaustrum en langt í frá allar.