Miles Davis
Miles Dewey Davis (26. maí 1926 – 28. september 1991) var bandarískur djasstónlistarmaður, og starfaði í djassi frá því um 1940 fram á miðjan sjötta áratuginn. Davis ólst upp í Austur-St Louis og tók upp trompet þegar hann var þrettán ára.[1] Hann flutti til New York í september 1944 til að leita uppi fyrirmynd sína, Charles Parker, og spilaði þar með honum ásamt fleirum. Davis er talin hafa haft mikil áhrif á tónlistarstefnuna.
Miles Davis | |
---|---|
Upplýsingar | |
Fæddur | Miles Dewey Davis III 26. maí 1926 Alton, Illinois, BNA |
Dáinn | 28. september 1991 (65 ára) Santa Monica, Kalifornía, BNA |
Störf |
|
Ár virkur | 1944–1991 |
Maki |
|
Stefnur | |
Hljóðfæri | |
Útgáfufyrirtæki |
|
Áður meðlimur í | Miles Davis Quintet |
Vefsíða | milesdavis |
Davis fékk viðurkenningu í Rock and Roll Hall of Fame fyrir að vera einn af lykilmönnum djassins.[2] Hann var einn af helstu tónlistarmönnum bipops, svals djass (cool jazz), harðs bop, modal djass og djassbræðings (jazz fusion).
Saga
breytaÆska (1926-1944)
breytaMiles Dewey Davis fæddist 26. maí 1926 inn í ríka fjölskyldu í Alton, Illinois. Faðir hans, Miles Henry Davis, var tannlæknir. Árið 1927 flutti fjölskyldan til East St Louis, Illinois. Þau áttu einnig sveitabýli í Delta svæðinu í Arkansas nálægt borginni Pine Bluff, Arkansas. Ungi Davis hlustaði mikið á kirkjutónlist í því umhverfi og fékk áhuga þar fyrir tónlist. Móðir Davis, Cleota Mae (Henry) Davis, vildi að sonur hennar myndi læra á píano, hún var fær blús píanóleikari. Tónlistarnám Davis hófst á þrettánda ári, þegar faðir hans gaf honum trompet og réð tónlistarmanninn Elwood Buchanan til að kenna honum. Davis hélt því fram að pabbi hans léti hann æfa á trompet aðalega til að pirra eiginkonu hans sem líkaði illa við hljóð trompetsins. Þrátt fyrir tísku tónlistarinnar á þeim tíma lagði Buchanan áherslu á mikilvægi þess að spila án vibrato, hann veitti Davis Kinnhest í hvert skipti sem hann beitti vibrato. Davis bar mikla áherslu á að nota sérstök hljóð við spilun. Hann sagði „I prefer a round sound with no attitude in it, like a round voice with not too much tremolo and not too much bass. Just right in the middle. If I can’t get that sound I can’t play anything.“
Um 16 ára aldur var Davis orðin virkur tónlistarmaður. Þegar hann var ekki í skólanum var hann spilandi á staðnum Elks Club. Þegar Davis var sautján ára fór hann í hljómsveit með Eddie Randles, The Blue Devils. Á þessum tíma reyndi Sonny Stitt að sannfæra Davis um að ganga til liðs við Tiny Bradshaw Band en móðir hans krafðist þess að hann myndi klára síðasta árið sitt í menntaskóla. Davis Útskrifaðist úr East St Louis Lincoln High School árið 1944. Seinna sama ár fékk Davis boð um að ganga í hljómsveit með Billy Eckstine eftir að hafa spilað á trompet í þrjár vikur í hljómsveitinni hans í staðinn fyrir Buddy Anderson sem var veikur. Foreldrar Davis kröfðust þess að hann myndi halda áfram með skólan. [3]
New York og byrjun tónlistarferils (1944-1948)
breytaEftir útskrift úr menntaskóla haustið 1944, flutti Davis til New York og gekk í Juilliard School of Music. Davis reyndi að komast í samband við Charlie Parker fyrstu tvær vikurnar sem hann var í New York þrátt fyrir að vinir hans væru á móti því. Eftir að Davis fann Parker spiluðu þeir reglulega ásamt Coleman Hawkins á næturklúbbum í Harlem. Hópurinn spilaði með mörgum framtíðar stjörnum, þar á meðal; Fats Navarro, Thelonious Monk og Kenny Clarke.
Davis hætti í Juilliard School of Music eftir að hafa fengið leyfi frá föður sínum. Davis gagnrýndi námið. Honum fannst þeir leggja of mikla áherslu á tónlistarmenningu hvíta mannsins. Hins vegar viðurkenndi hann að skólin hafi bætt spilatækni hans. Árið 1945 fór Davis inn í hljóðupptökuver í fyrsta skipti sem meðlimur í hópi Herbie Fields og tók upp með þeim en 1946 fékk hann tækifæri til að taka upp sem leiðtogi tónlistar hópsins „Miles Davis Sextet plus Earl Coleman and Ann Hathaway“. [3]
Davis flakkaði mikið á milli hljómsveita í byrjun ferils síns en lék þó oftast með Charles Parker, þangað til um desember 1948. Þá hætti Davis með Parker og markaði það upphaf tímabilsins sem hann starfaði aðalega sjálfur og spilaði með mikilvægum tónlistarmönnum í New York.
Nýtt upphaf (1948-1955)
breytaDavis leiddi sína eigin hópa. Hann tók upp plötuna „Birth of the Cool" með Gill Evans, Gerry Mulligan, John Lewis, og John Carisi. Árið 1949 hætti Miles Davis að vinna í tónlistinni vegna heróín fíknar, en hann komst yfir fíknina árið 1954 eftir að hafa farið heim til pabba síns og látið hann læsa sig inni í herbergi í nokkra mánuði svo hann gæti farið í gegnum fráhvarfseinkennin.[4] Eftir það hélt Davis áfram að taka upp með frægum bíbop tónlistarmönnum. Fyrsta plata hans Davis, „Blue Period" kom út í janúar 1951 og svo nokkrum mánuðum seinna, í október, kom út önnur plata hans, „Dig".
Frægð og frami (1955-1970)
breytaÁrið 1955 spilaði Davis á Newport Jazz tónlistarhátíð. Þar sló hann í gegn og fékk mikla umfjöllun sem leiddi til þess að margir tónlistarmenn vildu spila með honum, þar á meðal Philly Joe Jones.[1] Í maí 1957 gerði Davis sína fyrstu af mörgum sóló upptökum. Sama ár fór Davis til París, spilaði og tók upp tónlist þar fyrir bíomyndina Ascenseur Pour L’échafaud. Þegar Davis fór heim gaf hann út „free style" plötuna sína; „Birth of the Cool". Tveim árum seinna um 1959 gaf Davis út mest seldu djass plötu allra tíma, „Kind of Blue" sem var tekin upp í New York af Miles Davis Quintet. Sveitin spilaði oft á hinum fræga Birdland Næturklúbb í New York. Í ágúst 1959 varð Davis fyrir líkamsárás af þrem lögreglumönnum. Einnig var hann kærður fyrir líkamsáras þrátt fyrir að hafa ekki ráðist á neinn samkvæmt vitnum. Frá 1960 til 1970 ferðaðist Davis mikið á milli staða og fór meðal annars til Asíu og Evrópu. Á þessu tímabili vann Davis með nýju fólki eins og: Chick Corea, Joe Zaqinul, Keith Jarret, John McLaughlin, Dave Holland, Jack Dejohnette, Bill Cobham, Al Foster og Airto Moreira. [3]
Veikindi (1970-1991)
breytaÁrið 1970 lenti Davis í alvarlegu bílslysi, og þjáðist í framhaldinu af lungnabólgu í fimm ár. Árið 1980 fór hann aftur að taka upp og ferðaðist sumarið 1981 með fyrrverandi meðlimum hljómsveitar sinnar. Eftir endurkomu Davis á þessum tíma var litið á hann sem „lifandi goðsögn".
Dauði (1991)
breytaDavis lést 28. september 1991, af samanlögðum áhrifum heilablóðsfalls, lungnabólgu og öndunarbilun í Santa Monica, Kaliforníu 65 ára að aldri. Hann er grafinn í Woodlawn kirkjugarðinum í Bronx.