Major League Soccer
Bandaríska úrvalsdeildin í knattspyrnu eða Major League Soccer (MLS) er hæsta atvinnumannadeild í knattspyrnu í Bandaríkjunum.
Stofnuð | 1993 |
---|---|
Ríki | Bandaríkin Kanada |
Fall í | færist ekki niður um deild |
Fjöldi liða | 28 |
Stig á píramída | Stig 1 |
Bikarar | Champeones Cup CONCACAF Campions League Leagues Cup U.S. Open Cup |
Núverandi meistarar | Los Angeles FC (2022) |
Sigursælasta lið | LA Galaxy (5 titlar) |
Heimasíða | Opinber heimasíða |
Deildin var stofnuð árið 1993 í tengslum við HM 1994 sem haldin var í BNA. Fyrsta tímabilið var árið 1996 og hófu þá 10 lið keppni. Deildin átti erfitt uppdráttar fyrstu árin og var tap á rekstrinum. Spilað var að mestu á amerískum fótboltavöllum (amerískur fótbolti) en síðar voru byggðir sérstakir knattspyrnuvellir.
Í dag eru hins vegar 24 lið og skiptast þau í vestur- og austurdeild. Tímabilið er frá mars og út október. 14 lið spila svo í úrslitakeppni (playoffs líkt og í NBA) og er úrslitaleikur í nóvember. Lið falla ekki um deild.
Ætlunin er að fjölga liðum enn frekar og meðal annars eru fyrirhuguð lið frá St. Louis og Las Vegas. Þrjú lið í deildinni eru frá Kanada (Vancouver, Toronto og Montreal).
Höfuðstöðvar MLS eru í New York. Alþjóðlegar stjörnur hafa spilað í MLS eins og David Beckham, Zlatan Ibrahimovic, Frank Lampard, Steven Gerrard, Didier Drogba, Wayne Rooney og Lionel Messi.
Félög 2023
breytaSigurvegarar
breyta- 1996: D.C. United
- 1997: D.C. United
- 1998: Chicago Fire
- 1999: D.C. United
- 2000: Kansas City Wizards
- 2001: San Jose Earthquakes
- 2002: Los Angeles Galaxy
- 2003: San Jose Earthquakes
- 2004: D.C. United
- 2005: Los Angeles Galaxy
- 2006: Houston Dynamo
- 2007: Houston Dynamo
- 2008: Columbus Crew
- 2009: Real Salt Lake
- 2010: Colorado Rapids
- 2011: Los Angeles Galaxy
- 2012: Los Angeles Galaxy
- 2013: Sporting Kansas City
- 2014: Los Angeles Galaxy
- 2015: Portland Timbers
- 2016: Seattle Sounders FC
- 2017: Toronto FC
- 2018: Atlanta FC
- 2019: Seattle Sounders FC
- 2020: Columbus Crew
- 2021: New York City FC
- 2022: Los Angeles FC
Íslendingar sem hafa leikið í MLS
breyta- Guðlaugur Victor Pálsson (New York Red Bulls 2012, D.C. United 2022-2023)
- Kristinn Steindórsson (Columbus Crew 2015)
- Guðmundur Þórarinsson (New York City 2020-2021)
- Arnór Ingvi Traustason (New England Revolution 2021-2022)
- Róbert Orri Þorkelsson (CF Montreal 2021-2024)
- Þorleifur Úlfarsson (Houston Dynamo 2022-2024)
- Eyþór Martin Vigerust Björgólfsson (Tacoma Defiance, varalið Seattle Sounders í MLS Next Pro deildinni 2023-)
- Dagur Dan Þórhallsson (Orlando City 2023-)
- Nökkvi Þeyr Þórisson (St. Louis City 2023-)
Auk þeirra var Jökull Elísabetarson valinn af Chicago Fire í nýliðavali 2009 en ekki varð af því að hann léki með félaginu.
Tengt efni
breytaHeimild
breytaFyrirmynd greinarinnar var „Major League Soccer“ á ensku útgáfu Wikipedia. Sótt 17. feb. 2019.
- ↑ 1,0 1,1 „MLS Expansion: New timeline released for inaugural season of newest clubs“ (enska). Major League Soccer. 17. júlí 2020. Afrit af upprunalegu geymt þann 20. júlí 2020. Sótt 24. júlí 2020.