Myrká (hljómsveit)

Íslensk hljómsveit

Myrká er íslensk hljómsveit sem stofnuð var á Akureyri árið 2009. Nafnið Myrká kemur frá bænum Myrká í Hörgárdal en meðlimir hljómsveitarinnar búa og starfa ekki langt þar frá á Akureyri. Nafnið lýsir vel andrúmsloftinu í tónlistinni og sköpuninni sem á sér stað í tónlistarflutningnum. Einnig er sagt að djákninn sjálfur sé fimmti meðlimur sveitarinnar og komi þar inn með andlegan kraft úr öðrum heimi.

Myrká flytur drungalegt og dramatískt rokk sem flokka mætti sem „gothic“ rokk. Tónlistin er þó samsett úr mörgum áttum svo sem metal, jazz, rokk frá 8. áratugnum og fleira. Meðlimir Myrká kjósa að kalla þessa tegund tónlistar „dauðapopp“.

Meðlimir

breyta
  • Guðný Lára Gunnarsdóttir (Söngur, gítar og þverflauta)
  • Stefán Örn Viðarsson (Orgel, söngur, bassi )
  • Guðjón Svanur Hermannsson (Gítar)
  • Helgi Jónsson (Trommur)

Plötur

breyta

Myrká sendi frá sér sinn fyrsta geisladisk í apríl 2010 sem markaði þáttarskil í ferli hljómsveitarinnar. Diskurinn 13 var tekinn upp í Tanknum á Flateyri sumarið 2009 og samanstendur af þrettán frumsömdum lögum sem innihalda hráan gítarleik, kröftugt Hammond orgel, fallegar melódíur og dramatíska texta ásamt frábærum þungum trommuleik. Önundur Pálsson (Önni) hafði stjórn með upptökum en útgáfufélagið Töfrahellirinn gaf diskinn út.

Diskurinn hefur fengið lofsamlega dóma út um allan heim:

„Góð og áheyrileg tónlist og eiga að mínu viti sannarlega erindi og framtíðina fyrir sér“[1]

„A pagan’s delight and one that reminds us that the unknown can provide a glimpse of beauty that is every bit as rewarding as any of the more traditional sounds we are more familiar with.“[2]

Tilvísanir

breyta
  1. Bubbi Jónsson - (Bubbinn.bloggar.is)
  2. Doctor T - Sonic Cathedral

Tenglar

breyta